fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

DV spyr: Hversu oft hefur þú farið til útlanda frá því að Covid hófst?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ár eru nú liðin frá því að fyrstu fréttir tóku að berast af dularfullri veiru sem gekk manna á milli í Wuhan héraði í Kína. Þann 28. febrúar næstkomandi verða svo liðin tvö ár frá því að fyrsta smitið greindist hér á landi.

Fyrir faraldurinn voru Íslendingar án efa ein ferðaþyrstasta þjóð heims, en samkvæmt tölum Íslandsstofu fyrir árið 2019 fóru Íslendingar að meðaltali rétt tæplega þrisvar á ári í frí út fyrir landsteinana.

Eins og við var að búast hafa þessar tölur hrunið undanfarin tvö ár á Covid tímum, en þó er ljóst að rofað hefur til. Play tilkynnti til að mynda í gær að flugfélagið hafi flutt yfir 101 þúsund farþega á fyrstu sex mánuðum og á tímabili síðasta haust virtist hreinlega öll þjóðin vera á faraldsfæti eftir að hafa hlýtt fyrirmælum um að „ferðast innanlands“ árið áður.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda á faraldsfæti hafa ferðaviðvaranir verið í gildi til allra landa heims síðan í lok síðasta árs, og þar áður voru öll lönd heims nema Grænland talin til hættusvæða.

DV spyr því, af einskærri forvitni, hefur þú ferðast til útlanda á undanförnum tveimur árum, og ef svo – hversu oft?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“