fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Harmageddon snýr aftur í janúar í hlaðvarpsformi

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 14:30

Harmageddon-bræður fyrir framan höfuðstöðvar Sýn. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Harmageddon í umsjón þeirra Frosta Logasonar og Mána Péturssonar snýr aftur núna í janúar. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á Facebook síðu Harmageddon þáttarins:

Jæja elsku vinir, þá er það frágengið.
Við snúum aftur í janúar. Nú í hlaðvarpi.
Þið getið bókað ykkur í áskrift hér.
Þátturinn verður í boði fyrir áskrifendur, og kostar áskriftin 1.190 kr. mánuðurinn. Hægt er að næla sér í áskrift á heimasíðu þáttarins inni á tal.is. Þar inni kemur jafnframt fram að þátturinn verður í ögn breyttri mynd en áður. Í lýsingunni segir:

Hin kærleiksríki og óumdeildi útvarpsþáttur með Frosta og Mána snýr aftur sem Hlaðvarpsþáttur í áskriftaformi. Harmageddon þættir ásamt auka seríum eins og Enn einn fótboltaþátturinn þar sem Máni ræðir um fótbolta, Spjallað við góða fólkið þar sem farið er yfir hina hliðina á fólkinu sem við köllum góða fólkið og Ósýnilega Fólkið þar sem Frosti ræðir við fólk sem glímir við margþættar áskoranir eins og fíknivanda og heimilisleysi

Von er á fyrsta þættinum á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu