fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Diljá Mist – Mikil óreiða vegna bólusetningar barna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 12:02

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir bólusetningar barna að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag en tilkynnt hefur verið að bólusetning 5-11 ára barna gegn Covid-19 hefjist í næstu viku.

Diljá Mist Einarsdóttir. Mynd/Aðsend

„Þótt einungis fáir dagar séu þar til verkefnið eigi að hefjast er margt á huldu varðandi framkvæmdina. Þannig komst vinnuhópur um framkvæmdina að þeirri niðurstöðu að vænlegast væri að hafa bólusetningarnar í skólunum. Heilsugæslan hefur þó óskað eftir því að skólastarf verði fellt niður á bólusetningardögum. Ekki var haft samráð við skólasamfélagið í áætlanagerð Heilsugæslunnar og nú hafa bæði umboðsmaður barna og skjólastjórnendur lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bólusetningu í skólum,“ segir Diljá.

Þá bendir hún á að rök þeirra sem best þekkja til hagsmuna og þarfa barna séu af ýmsum toga. „Meðal annars er horft til þess að nú þegar hefur borið á félagslegum vandræðum í hópi eldri barna vegna umræðna um bólusetningu í þeirra hópi. Bólusetning í grunnskólum mun aldrei geta tryggt persónuvernd og friðhelgi einkalífs ungra barna. Það er umhugsunarvert að þeir sem bera ábyrgð á ákvörðun um bólusetningu og skipulagi hennar hafi ekki lagt áherslu á að leita betra samráðs við þá sem hafa bestu innsýn í aðstæður barna,“ segir hún.

Á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis um bólusetningu 5 til 11 ára barna gegn Covid-19 sátu fulltrúi landlæknis og Heilsugæslunnar fyrir svörum nefndarmanna. Diljá segir að samkvæmt orðum fulltrúa landlæknis höfðu verið gerðar rannsóknir á um 2.600 börnum áður en skilyrt markaðsleyfi var gefið út af Lyfjastofnun Evrópu. „Þetta er ekki ýkja mikill fjöldi, né heldur getur talist vera liðinn langur tími til að meta að fullu hvernig mat á áhættu og ávinningi lítur út vegna bólusetningar barna á þessum aldri,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni