fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Læknir sakaður um kynferðislega áreitni aftur mættur til vinnu – Landspítalinn neitar að tjá sig

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. janúar 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Logi Þórarinsson, læknir á Landspítalanum, er aftur kominn til starfa á spítalanum eftir að hafa verið sendur í leyfi í nóvember vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Vísir greinir frá og fékk staðfest frá lögmanni Björns, Jóni Steinari Gunnlaugssyni.

Jón Steinar segir að búið sé að fella ásakanirnar niður: „Það er búið að fella þessar ásakanir niður, enda voru þær algjörlega tilefnislausar. Og þeir áttuðu sig á því, fyrirsvarsmenn spítalans.“

Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.

Rannsóknin sem fór fram á ásökunum í garð Björns Loga er sú ítarlega sem ráðist hefur verið í innan spítalans. Stundin hefur fjallað ítarlega um málið og ræddi meðal annars við konu sem greindi frá þeirri áreitni sem Björn Logi hafði beitt hana þegar hún var læknanemi. Lýsti hún áreitninni sem grófri og íþyngjandi og að hún hafi ekki upplifað að spítalinn stæði með henni í málinu.

Rannsókn leiddi í ljós að konan væri trúverðug og að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hins vegar taldi lögmaður spítalans að ef Björn yrði áminntur vegna málsins myndi áminningin varla standast ef hún yrði kærð. Því var málinu lokið með því að senda Birni harðort bréf þar sem honum var sagt að láta af háttsemi sinni.

Áður en ofangreint mál kom upp hafði Björn Logi verið sendur í eins konar meðferð út af óviðeigandi framkomu í garð samstarfskvenna. Skömmu fyrir jól greindi Stundin svo frá því að tvær konur til viðbótar hafi kvartað undan Birni Logi og hafi önnur þeirra lagt fram gögn, myndir og skilaboð máli sínu til stuðnings.

Landspítalinn var harðlega gagnrýndur fyrir nokkrum vikum þegar fjölmiðlar greindu frá því að læknirinn Skúli Tómas Gunnlaugsson væri enn starfandi á sjúkrahúsinu. Hann hafði verið starfandi undir eftirliti í eins konar endurmenntun og þjálfun eftir að hann var sviptur læknaleyfi vegna atburðar sem áttu sér stað þegar hann starfaði sem læknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hann var færður til í starfi í desember og er ekki í í samskiptum við sjúklinga en hann er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga auk fimm annara mála þar sem Skúli er gruanður uma lvarlega vanrækslu og röð alvarlegra mistaka.

Hafa aðstandendur hinna látnu harðlega gagnrýnt að Skúli fái enn að starfa á meðan málin eru til rannsóknar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“