fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Margir fjallvegir ófærir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 08:41

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir fjallvegir eru ófærir nú á fyrsta degi ársins. Reikna má með hálku eða snjóþekja víða og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega.

Á Vestfjörðum eru Þröskuldar, Dynjandisheiði og Steingrímsfjarðarheiði ófærar.

Á Vesturlandi eru Brattabrekka og Holtavörðuheiði lokaðar.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á flestum leiðum í Húnavatnssýslum og Skagafirði en hálka og snjóþekja á vegum í Eyjafirði og þar fyrir austan. Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokuð vegna ófærðar.

Á Norðausturlandi er hálka víðast hvar og snjóþekja á fáfarnari leiðum. Dettifossvegur er lokaður.

Á Austurlandi er hálka á helstu leiðum og snjóþekja á mörgum öðrum leiðum. Snjóþekja og snjókoma eru á Fjarðarheiði og Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Á Suðurlandi er Suðurlandsvegur lokaður frá Markarfljóti að Vík vegna veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“