fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Sögulega lítið framboð af fasteignum á höfuðborgarsvæðinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 07:59

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fasteignasala hefur verið í heimsfaraldrinum og á ákveðnum svæðum eru nær engar fasteignir til sölu. Fólk sem vildi helst búa á höfuðborgarsvæðinu hefur einfaldlega neyðst til að kaupa sér fasteignir í nágrannasveitarfélögunum því engar fasteignir er að hafa í borginni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að framboð af fasteignum til sölu sé í sögulegu lágmarki á höfuðborgarsvæðinu. Hjá ákveðnum fasteignasölum er fjöldi eigna á söluskrá aðeins þriðjungur þess sem áður var.

Lítið framboð og verðhækkanir hafa orðið til þess að fleiri sækja í húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í Reykjanesbæ og Árborg en þar hefur fasteignaverð hækkað hratt að undanförnu.

„Varan í hillunum er sums staðar nánast búin,“ er haft eftir Kjartani Hallgeirssyni, formanni Félags fasteignasala. Hann sagði að uppsöfnuð eftirspurn, breytingar á markaði, sögulega hagstæð lánskjör og fleira hafi valdið því að fasteignasala hafi aukist um 60% á síðustu tólf mánuðum.

Einnig eru að hans sögn dæmi um að fólk sem ávaxtaði fé sitt í bönkum áður en heimsfaraldurinn skall á hafi fært það yfir í steinsteypu. Dæmi séu um fólk sem búi svo vel að eiga umframfé og geti ekki ávaxtað það í bönkum og kaup því húsnæði til að leigja út. Allt hefur þetta fækkað kostum á markaðnum. „Nú súpum við seyðið. Það myndaðist bil. Við þurfum að hinkra eftir næstu gusu nýbygginga sem dettur inn á næstu tólf mánuðum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Í gær

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld