fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Líkamsárás í Bústaða- og Háaleitishverfi – Slagsmál og íkveikjur í Breiðholti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás í Bústaða- og Háaleitishverfi. Þar voru þrír handteknir og vistaðir í fangageymslu en tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Í Breiðholti var tilkynnt um slagsmál á svipuðum tíma. Þar slasaðist enginn og engar kröfur voru uppi en ætluð fíkniefni fundust á einum aðila.

Um tveimur klukkustundum síðar var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Engin meiðsli voru en málsatvik voru þau að hópur unglinga hafði verið að gera dyraat. Húsráðandi hljóp út og náði einum geranda og hélt þar til lögreglan kom á vettvang.

Tilkynnt var um eld í tveimur pappagámum í Breiðholti í gærkvöldi. Skemmdir voru minniháttar. Ekki er vitað hver kveikti í.

Um klukkan 22 var einn handtekinn í vesturhluta borgarinnar, grunaður um líkamsárás. Minniháttar meiðsl hlutust í árásinni.

Í Garðabæ var tilkynnt um þjófnað úr verslun og var málið afgreitt á vettvangi.

Í Mosfellsbæ varð umferðaróhapp á níunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaður er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Frá 19.00 til 05.00 voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar og 5 eru í fangageymslu eftir nóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“