fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Stríð Reynis og Arnþrúðar heldur áfram – Hæstiréttur tekur málið fyrir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. september 2021 09:11

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, þriðjudaginn 31. ágúst, samþykkti Hæstiréttur umsókn Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs og fyrrverandi ritstjóra DV, um leyfi til áfrýjunar á dómi Landsréttar í meiðyrðamáli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu.

Reynir kærði Arnþrúði fyrir þrenn eftirfarandi ummæli um sig sem hún lét falla í símatíma Útvarps Sögu:

„Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“

„Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“

Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti tvenn fyrri ummælin dauð og ómerk og dæmdi Arnþrúði til að greiða Reyni 300.000 krónur í miskabætur og 700.000 krónur í málskostnað.

Landsréttur sneri hins vegar dómnum við og sýknaði Arnþrúði af kröfum Reynis. Var það mat Landsréttar að ummælin hefðu varðað málefni sem ættu erindi til almennings og væru hluti af mikilvægri þjóðfélagsumræðu. Í slíku samhengi þyrfti að veita rúmt frelsi til tjáningar.

Í umsókn sinni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sagðist Reynir álíta dóminn bersýnilega rangan. Landsréttur hefði gengið of langt með því að sýkna Arnþrúði af kröfum hans um ómerkingu ummælanna og gengið þannig á rétt hans til friðhelgi einkalífs.

Landsréttur hefði enn fremur ekki rökstutt nægilega vel þá niðurstöðu sína að ummælin teldust gildisdómar. Málið hafi einnig mikið almennt gildi hvað varðar stefnumörkun í niðurstöðu mála á þessu réttarsviði. Málið varði einnig mikilvæga hagsmuni Reynis, einkum friðhelgi einkalífsins.

Hæstiréttur telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Þess vegna er beiðnin samþykkt og málið verður tekið fyrir í Hæstarétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“