fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 08:00

Þessi vill ekki láta stytta vinnuvikuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinberir starfsmenn eru mun ánægðari með styttingu vinnuvikunnar en þeir sem starfa í einkageiranum. Konur eru ánægðari en karlar og íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru ánægðari með styttinguna en íbúar á landsbyggðinni.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 53% landsmanna séu ánægð með styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustað. Nokkuð jafnt hlutfall segist vera mjög ánægt eða frekar ánægt. Tæplega 21% er frekar eða mjög óánægt. Á vinnustöðum 21% svarenda hefur stytting vinnuvikunnar ekki enn verið innleidd.

Fram kemur að opinberir starfsmenn eru mun ánægðari með styttinguna en þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði. 64% opinberra starfsmanna eru ánægðir en aðeins 44% starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega mikill munur er á milli þeirra sem segjast mjög ánægð en 40% opinberra starfsmanna eru í þeim hópi en 19% starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Úrtakið í könnuninni var 2.600 manns, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 52% og voru svörin vegin eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“