fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

„Mér verður bara heitt í hamsi“ sagði Jakob sem er ósáttur með málflutning Hönnu – „Ég vil ná í þessi kvikindi, en við verðum að gera það rétt“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 19:30

Samsett mynd: Jakob Bjarnar og Hanna Björg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon í dag. Þar ræddi hann mál KSÍ og framhaldsskólakennarans Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, sem hefur verið ansi áberandi í fjölmiðlum og þjóðfélagsumræðunni síðustu daga.

Hanna hefur haldið því fram að landsliðsmenn í knattspyrnu hafi framið kynferðisofbeldi, og sakað KSÍ um að þagga niður þetta ofbeldi landsliðsmannanna. Síðan hefur KSÍ sent frá sér yfirlýsingu og vísað ásökunum Hönnu á bug.

Sjá einnig: Segir þekkta landsliðsmenn hafa komist upp með nauðgun hjá KSÍ

Frosti Logason, annar þáttastjórnandi Harmageddon spurði Jakob Bjarnar hvað Hanna hefði fyrir sér í þessu máli „Ekkert. Ekki neitt,“ svaraði hann og hélt svo áfram:

„Vandinn er að nú hefur þetta mál bólgnað út, en það grundvallast á rökvillu, sem er kannski eðlilegt í samfélaginu í dag. Þar sem að við erum komin einhvernveginn á þann stað að orðrómur, eða dómstóll götunnar og dómar sem að þar eru kveðnir upp, að þeir eigi bara að gilda.“

„Ég vil ná í þessi kvikindi, en við verðum að gera það rétt“

„Það er skrýtið að kennari sem á að hafa í heiðri gagnrýna hugsun, og svona fundimental atriði réttarríkisins að hver maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð, beri þetta á borð. Hvað er hún að tala um? Hvað vill hún að KSÍ geri? Vill hún að KSÍ setji á fót sérstaka rannsóknarlögregludeild?“ Eða á orðrómurinn bara að gilda?“ spurði Jakob.

Þá tók hann fram að hann fyrirliti nauðgara, liti á þá sem aumingja, og þekkti nauðgunarmál vel þar sem að náinn ættingi hans hefði verið þolandi nauðgunar. Þá tók hann einnig fram að hann vildi að samfélagið tæki betur utan um þessi mál. „Ég veit alveg hvað ég er að tala um,“ sagði hann.

„Ég vil ná í þessi kvikindi, en við verðum að gera það rétt. Þessi málflutningur er að pólarísera umræðuna. Það er fólk sem er búið að slá eignarhaldi sínu á þessa mjög svo verðugu baráttu. Við verðum að kveða þetta samfélagsmein í kútinn, en þannig að eitthvað hald sé í.“

„Mér verður bara heitt í hamsi“

Jakob sagði að hvort sem að fólki líki betur eða verr, yrði að fara leið réttarríkisins í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, og hélt því fram að málflutningur Hönnu væri að gera þeirri baráttu gríðarlegt ógagn. „Mér verður bara heitt í hamsi.“ sagði hann.

Hann gagnrýndi þó KSÍ sem honum hefur fundist láta eins og dómstóll í sumum tilfellum. „En KSÍ getur að einhverju leiti sjálfum sér um kennt með þetta endalausa bull sitt um fyrirmyndatal, og þeir eru sjálfir með einhverja aganefnd. Þeir eru að dæma menn í sektir fyrir að praktísera tjáningarfrelsið sitt í viðtölum við fjölmiðla og annað slíkt. Þannig er kannski ekki óeðlilegt að fólk dragi þá ályktun að KSÍ eigi að stofna sérstaka deild rannsóknarlögreglu,“

Þá tók hann fram að honum fyndist KSÍ ekki hafa það hlutverk að skera á um svona mál þar sem það væri ekki hlutverk þess. Knattspyrnusambandið væri ekki dómstóll.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Jakob:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”
Fréttir
Í gær

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Í gær

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“