fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kylfuvopnaði maðurinn sem virðist ekki geta hætt að stela – Pizzastaður og rakarastofa í stórum hópi fórnarlamba

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 14:41

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær úrskurðaði Landsréttur mann í gæsluvarðhald sem er grunaður um fjölda afbrota. Flest þeirra varða þjófnað og innbrot, en auk þess er hann grunaður um fjársvik, skjalafals, ofbeldi, eignaspjöll, hótanir, vörslu fíkniefna og vopnalagabrot. Brotin sem hann er grunaður um eru þrjátíu talsins.

Maðurinn hefur hlotið 5 dóma frá árinu 2014, síðast í fyrra þegar hann fékk 10 mánaða fangelsisdóm fyrir ýmis brot, og þar á undan tveggja ára fangelsisdóm fyrir rán og önnur brot.

Peningur af pizzastað, rakvélar og skæri af rakarastofu

Líkt og áður segir er hann nú grunaður um þrjátíu brot, það elsta frá því í janúar á þessu ári, en það nýjasta varðar atvik sem átti sér stað í þessum mánuði. Langflest brotanna áttu sér stað í maí, júní og júlí.

Hann er meðal annars talinn hafa stolið fötum úr verslun, stolið 30 þúsund krónum úr afgreiðslukassa á pizzastað, brotist inn á hótelherbergi og stolið þaðan munum, stolið matvælum úr verslun, hrifsað heyrnartól af aðila, stolið rafhlaupahjóli, og brotist inn á rakarastofu og stolið rakvélum og skærum. Í sumum málunum játar hann sök, en í öðrum neitar hann.

Hótanir og ofbeldi

Brotinn varða þó ekki bara þjófnað, heldur er maðurinn einnig grunaður um líkamsárás þann 30. maí, með því að veitast með ofbeldi að einstaklingi. Hann neitar sök, en viðurkennir að hafa verið á vettvangi.

Í öðru máli er maðurinn grunaður um að brjótast inn í bifreið og sofna þar. Síðan hafi lögregla komið á vettvang og þá hafi hann sýnt ofbeldisfulla hegðun við handtöku. Í enn einu málinu er hann grunaður um tilraun til að brjótast inn í hús. Þar hafi hann sparkað í hurð og verið vopnaður kylfu.

Þann 10. apríl er hann grunaður um að veitast að einstaklingi með hótunum og ofbeldi ásamt öðrum aðila, til að mynda með því að slá brotaþola. Þegar lögregla handtók hann er hann sagður hafa verið í mjög annarlegu ástandi. Hann neitar sök í því máli.

Yfirgnæfandi líkur á að hann munu „halda áfram brotastarfsemi“ sé hann frjáls

Líkt og áður segir var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Í úrskurðinum segir að yfirgnæfandi líkur séu því að hann muni „halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi