fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Læknir segir fyrirséða hættu á alvarlegum læknamistökum á bráðamóttökunni – „Þöggun og afskiptaleysi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. júní 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er sennilega nóg komið, ég orðinn 65 ára og þótt ég haldi fullri og góðri heilsu. Starfsánægjan undir venjulegum kringumstæðum reyndar aldrei meiri. Allt vegna þróunar starfseminnar, yfirkeyrslu á álagi og fyrirséðri hættu á alvarlegum læknisfræðilegum mistökum því tengdu.“

Svona skrifar Vilhjálmur Ari Arason, læknir á slysa- og bráðamóttöku (BMT) Landspítalans. Um helgina gaf félag bráðalækna frá sér yfirlýsingu um að undirmönnun ógnaði starfsemi deildarinnar og lífi og heilsu landsmanna. Ástandið væri óásættanlegt, óöruggt og stefndi í óefni. Vilhjálmur skrifar um stöðuna á bloggi sínu.

Vilhjálmur segir að stjórnvöld hafi ekki viljað hlusta eða skilja stöðu bráðalækna. Í umræðunni hafi oft verið gefið til kynna að sérfræðingar á BMT sé á alltof háum launum. Þetta sé þó ekki rétt og séu kjör þeirra verri heldur en lækna á heilsugæslum

„Túlka hefur mátt orð æðstu stjórnenda svo að sérfræðingar á BMT séum “ofhaldnir” af sérkjörum og þá sérstaklega í tengslum við mönnunarvanda á vaktir vegna áunninna staðarvaktafría. Viðbótarálag vegna skyldumætingar á aukavaktir eru ekki í boði.

Sérfræðingur á BMT er almennt með 2 launaflokkum undir föstum launum heilsugæslulækna og sem var á sínum tíma réttlætt sem umbun fyrir undirmönnun í heilsugæslunni og fyrir mikilvægi kennslu læknanema. Hvortveggja er miklu sýnilegra og meiri skylda á BMT LSH og því þetta afar furðuleg staðreynd. Stjórnvöld hafa vitað af þessum mun og sem ég hef rætt við fyrri yfirlækna BMT og við launadeildina, án þess að leiðrétting fengist, enda þetta meðvituð ákvörðun spítalans sjálfs. Launamismunur er þarna upp á nokkra tugir þúsunda á mánuði!“

Vilhjálmur segir að sjálfur skrifa hann undir á bilinu 40-50 læknabréf eftir hverja vakt sem sé meira en helmingi fleiri en á heilsugsælunum.

„Ca 7000 -8000 sjúklinga á ári hverju í fullri vinnu. Hver og einn má reikna út líkur á einhverjum mistökum miðað við þann fjölda á ári hverju.“

Vilhjálmur rifjar upp að fyrir fjörutíu árum hafi bráðamóttakan verið öðruvísi, þangað hafi færri leitað og sérfræðingar á bráðadeild hafi verið til ráðgjafar. Nú sé það svo að mikið af tilfellum sem leiti á bráðamóttöku hefðu réttilega átt að leita til heilsugæslunnar en geti það ekki þar sem heilsugæslan sé lokuð öllum aðgangi þriðjung sólarhringsins. Aukinn fjöldi ferðamanna þýði einnig aukið álag á bráðamóttöku þar sem slysum fjölgi mikið á sumrin er tengjast útivist og ferðalög.

Vilhjálmur segir því að nú sé hann að íhuga að hætta störfum. Allt vegna álagsins sem stjórnvöld vilja ekki viðurkenna og neita að taka á.

„Nú er sennilega nóg komið, ég orðinn 65 ára og þótt ég haldi fullri og góðri heilsu. Starfsánægjan undir venjulegum kringumstæðum reyndar aldrei meiri. Allt vegna þróunar starfseminnar, yfirkeyrslu á álagi og fyrirséðri hættu á alvarlegum læknisfræðilegum mistökum því tengdu. Mest vegna þess að stjórnvöld hafa ekki viljað hlusta eða skilja.

Kosið þöggun og afskiptaleysi, í stað ábyrgðar. Yfirflæði sjúklinga sem bíða innlagnar á yfirfullar sjúkradeildir og þar sem hjúkrunarrými sárlega vantar fyrir aldraða. Uppsafnaður vandi stjórnvalda, safndeild nu að hluta alls heilbrigðiskerfisins í stað bráðamóttökuhlutverks og upphaflegar áætlanir voru um. Tækifæri sem nú þá skapast fyrir þá sem kjósa einkarekstur á slysa- og bráðmóttöku víða um bæ, í stað opinbers reksturs og sem flestir hafa hingað til treyst á og sem eru einkunnarorð núverandi heilbrigðisráðherra.

Allt á sinn tíma og betra að kveðja heill og glaður sitt heimaland, en særður og reiður, sem á vígvelli væri, eftir tapaða orrustu! Deild sem ég hef oft skrifað um áður, Háaleitisbrautina mína og kirkju þann daginn sem ég tek vaktina mína. Lengi má samt vona að deildinni farnist betur í framtíðinni með sitt veigamikla hlutverk og gegni áfram einni þýðingamestu kennslu unglækna, ekki síst fyrir heilsugæsluna í landinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim