fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Vildi fá þyngri dóm yfir Þresti sem stal yfir sjö milljónum frá ADHD-samtökunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. júní 2021 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í fyrra yfir Þresti Emilssyni en hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, sem og fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þröstur er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.

Þröstur var sakfelldur fyrir að hafa dregið sér tæplega 7,2 milljónir úr sjóðum samtakanna á tímabilinu 2015 til 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna.

Hann var ennfremur sakfelldur fyrir umboðssvik með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota í 131 skipti  fyrir rúmlega 2 milljónir króna.

Þá var Þröstur sakfelldur með því að hafa nýtt sér ávinning af brotunum.

Þröstur játaði brot sín skýlaust og var dæmdur í 10 mánaða fangelsi.

Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að refsing yfir Þresti yrði þyngd. Því hafnaði Landsréttur og skal dómur héraðsdóms standa óraskaður.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?

Múlaborgarmálið: Hannes játaði að hluta – Hvað varð um hin málin gegn honum?
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorleifur Kamban er látinn

Þorleifur Kamban er látinn