fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Uppdópaður skipstjóri tapaði í Landsrétti

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 19. júní 2021 12:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðsfesti í dag dóm yfir karlmanni sem braut siglingalög með því að vera undir áhrifum fíkniefna á meðan hann starfaði sem skipstjóri á fiskiskipi. Hann var dæmdur til að greiða 380.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna. Myndi hann ekki borga innan þess tímaramma biði hans 24 daga fangelsisdómur. Einnig var hann sviptur ökuréttindum í eitt ár og skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði.

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra féll í nóvember árið 2019, og varðaði einnig umferðarlagabrot mannsins. Hann áfrýjaði dómnum, og setti út á þann hluta er varðaði siglingalagabrotið, á þeim forsendum að í raun hafi hann ekki verið skipstjóri skipsins.

Maðurinn á að hafa siglt fiskiskipi um Skagafjörð og lagt því í bryggju í Sauðárkrókshöfn, undir áhrifum kannabisefna og metýlfenídat, sem er lyf sem svipar til amfetamíns. Í ljósi þess að hann var undir áhrifum efnanna þótti hann óhæfur til að sigla skipinu. Skipstjórinn sagðist hafa læknisfræðilegar forsendur til að taka metýlfenídatið sem lyf, og þá sagðist hann hafa reykt kannabis helgina áður en lögregla handtók hann.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi fengið yfirstýrimann til að sigla skipinu, en undir sinni handleiðslu. Þó var hann sjálfur skráður sem skipstjóri og bar þar með ábyrgð á skipinu.

Í vitnaleiðslu sagðist yfirstýrmaðurinn í raun hafa verið skipstjóri í umræddri veiðiferð. Hann hafi siglt skipinu úr höfn en hann og ákærði hafi saman ákveðið hvar skyldi veiða. Yfirstýrmaðurinn hafði ekki áður verið í stýrishúsi, en hann átti að taka við skipinu um tíma meðan skipstjórinn færi í leyfi.

Yfirstýrmaðurinn kvaðst ekki hafa haft nokkra vitneskju um að skipstjórinn kynni að hafa verið undir áhrifum fíkniefna í þessari ferð, og hélt því fram að hann hefði ekki farið í ferðina hefði hann vitað það.

Lögreglunni höfðu borist tilkynningar um að umræddur skipstjóri sigldi skipinu oft undir áhrifum fíkniefna. Þegar skipið kom í land á Sauðarkróki hafi lögregla mætt á bryggjuna og handtekið manninn. Fram kmeur að ekki hafi sést á honum að hann væri undir áhrifum efna, en hann hafi verið samvinnuþýður. Úr honum voru tekin þvag- og blóðsýni sem sýndu fram á notkun á kannabisefna og metýlfenídat.

Þá kemur fram að í skýrslutöku hafi maðurinn ekki tekið fram að hann hefði ekki verið við stjórn skipsins. Hann sagði það hafa verið vegna þess að hann var ekki spurður.

Líkt og fram kemur hér að ofan þá staðfesti Landsréttur dóminn. Auk þess mun maðurinn þurfa að greiða allan áfrýjunarkostnað.

Dóm Landsréttar má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar