fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Björk Eiðsdóttir gagnrýnir útskúfunarmenninguna vegna #metoo: „Ég hef upplifað bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í nánu sambandi“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 10:22

Björk Eiðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fjallar um svokallaða „cancel culture“ eða útskúfunarmenningu í tengslum við nýja #metoo-byltingu í leiðara Fréttablaðsins í dag. Leiðarinn ber yfirskriftina „Hinir útskúfuðu.“

Hún segir að gjalda skuli varhug við því að útskúfa einstaklinga sem teljast hafa hagað sér á umdeildan hátt. Hún segist jafnframt sannfærð um að hún eigi ekki eftir að fá allt of mörg „læk“ fyrir þessi skrif.

Björk hefur leiðarann svo:

„Ég er kona.

Ég hef upplifað kynferðislega áreitni af hálfu karla í mínum innsta hring.

Ég hef upplifað að aðili, sem ég var í nánu sambandi við, fór yfir mörk mín.

Ég hef upplifað bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi í nánu sambandi.

Ég er kona með rödd og vald sem sannast best á því að þú, líklega án þess að þekkja mig, ert nú að lesa vangaveltur mínar.

Af þessum ástæðum tel ég mig mega segja það sem ég ætla að segja. Og í raun tel ég mig knúna til þess. Vitandi að ólíklegt sé að á veraldarvefnum muni þessi pistill hrúga að sér „lækum“, og mögulega skrifi ég hér með undir vist mína meðal hinna útskúfuðu.“

Hún segir tilgang umræðunnar í kring um #metoo-bylgjuna vera að vekja athygli á og uppræta kynbundið ofbeldi. Konur séu orðnar langþreyttar á að ofbeldi viðgangist enn í svo ríkum mæli og erfitt sé að fá réttláta málsmeðferð í dómskerfinu.

Þá spyr hún hvort tilgangurinn helgi meðalið, og hvort við viljum að með ásökun einni sé aðilum refsað með útskúfun.

„Ég segi nei og finnst við verða að spyrja okkur eðlilegra spurninga er þetta varðar. Við verðum að eiga samtalið og það má ekki bara vera í eina átt,“ segir hún.

„Og nei, ég er ekki haldin gerendameðvirkni. Ég er aftur á móti skíthrædd við útskúfun án samtals og þá staðreynd að við, sem hugsandi fólk, þorum ekki lengur að tjá okkur af ótta við eilífðarvist meðal hinna útskúfuðu,“ skrifar Björk.

Hér má lesa leiðarann í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn