fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Hryllingur á Suðurnesjum – Fimm sögð hafa rænt, misþyrmt, hótað og fjárkúgað konu í fjórar klukkustundir

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 13. júní 2021 17:45

Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm einstaklinga fyrir að hafa tekið þátt í að ræna, frelsisskerða, hóta og fjárkúga konu í Reykjanesbæ haustið 2018. Málslýsingar eru einkar óhugnanlegar og eru fimmmenningarnir ákærðir fyrir fjölda hegningarlagabrota.

Þann 27. september eru einstaklingarnir í ákærunni sagðir hafa svipt konuna frelsi sínu í fjórar klukkustundir, beitt hana hótunum, ofbeldi, þvingað hana til þess að láta af hendi muni í hennar eigu og krafið hana um greiðslu. Fyrir þetta eru þau öll í sameiningu ákærð fyrir mannrán sem varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Hins vegar segir í hegningarlögum, að hafi frelsisskerðingin verið gerð í ávinningsskyni skuli beita refsingu að lágmarki 1 árs fangelsi og allt að 16 árum eða ævilangt.

Þá eru tveir karlmenn úr hópnum ákærðir fyrir tilraun til fjárkúgunar með því að hafa ógnað konunni með járnverkfæri, hrækt á hana, hótað að brjóta í henni bein, skera af henni fingur, stinga hana, drepa hana, drepa fjölskyldu hennar, og grafa upp og stinga lík fyrrverandi unnusta hennar. Þá hótuðu þeir enn fremur að klippa af henni hárið. Kröfðust mennirnir að konan greiddi þeim samtals 850 þúsund krónur og þvinguðu þeir konuna til þess að afhenda sér debetkort, síma hennar og aðgang að heimabanka konunnar þar sem þeir sóttu um lán í hennar nafni.

Fjárkúgun varðar allt að sex ára fangelsi.

Annar þessara manna er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum lítilræði af kókaíni í vasa sínum sem fannst við leit í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík haustið 2019.

Þriðji maðurinn í hópnum er svo sagður hafa hótað konunni með járnáhaldi, hótað að nauðga henni og að láta nauðga henni, „koma henni í sölu,“ og krafið hana um 400 þúsund krónu greiðslu. Er maðurinn fyrir þetta ákærður fyrir fjárkúgun. Þessi sami maður er svo jafnframt ákærður fyrir hótanir, en degi eftir hina meintu árás á konuna, þann 28. september, er hann sagður hafa hótað að drepa konuna og móður hennar. Féllu orð mannsins er hann var staddur í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.

Sá fjórði og fimmti eru svo ákærðir fyrir tilraun til fjárkúgunar og ólögmæta nauðung og rán með því að hafa beitt konuna samskonar hótunum og að ofan lýsir, auk þess sem þeir ýttu við henni, lömdu hana, börðu nokkrum sinnum í andlitið og í sköflung, rifu í hár hennar og kröfðu hana um 70 þúsund krónu greiðslu. Annar mannanna er þá sagður hafa skrifað „Rotta“ á enni konunnar og tekið af henni 66°N Þórsmörk úlpu. Hlaut konan af árás mannanna nokkur eymsli á höfði og nefi, auk annarra sára víða um líkamann.

Tveir hinna ákærðu eru búsettir í Reykjanesbæ, einn í Reykjavík, einn í Hafnarfirði og sá síðasti í Svíþjóð. Málið var samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjaness þingfest 10. júní síðastliðinn.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð