fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Þrjúhundruð manns mega koma saman og skemmtistaðir geta haft opið lengur

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 10:39

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú hundruð manns mega koma saman frá og með þriðjudeginum 15. júní, og tekur þá gildi eins metra regla í stað tveggja metra reglunnar. Skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu.

Þetta er í samræmi við minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Ríkisstjórnin var með tvö minnisblöð frá honum til umræðu á fundinum, annað um samkomutakmarkanir en hitt um aðgerðir á landamærum.

Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis segir að staðan hér á landi varðandi heimsfaraldur Covid-19 sé góð. Frá 25. maí síðastliðnum þegar gildandi reglur voru settar hafi 42 einstaklingar greinst með Covid-19 innanlands, þar af 25 í sóttkví. Síðustu daga hafi daglegum tilfellum fækkað mikið og enginn greinst utan sóttkvíar þrátt fyrir að mörg sýni hafi verið greind. „Það er því ljóst að þakka má útbreiddum bólusetningum á Íslandi og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem við erum nú að sjá þó að ljóst sé að veiran er enn til staðar í samfélaginu“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis.

Nærri 200.000 manns hafa fengið a.m.k. eina bóluefnasprautu og rúmlega 100.000 manns eru fullbólusettir. Rúmlega 90% þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa fengið a.m.k. eina bólusetningu en tæplega 50% þeirra sem eru yngri en 50 ára. Sóttvarnalæknir segir enn nokkuð vanta upp á að gott hjarðnæmi náist meðal yngra fólks og því þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til hærra hlutfall yngra fólks hefur verið bólusett. Einnig bendir hann á að um 3 vikur tekur að fá góða vernd eftir fyrstu bólusetningu.

Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. júní:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin.
  • Nándarregla einn metri í stað tveggja.
  • Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka.
  • Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00.

Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“