fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Hneykslaðir á fundarboði Sigríðar og ætla ekki að mæta – „Hratt stígur titill til höfuðs“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. maí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður RÚV og nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), hefur óskað eftir fund við yfirmenn Morgunblaðsins vegna auglýsingar Samherja sem birtist á vef mbl.is og innihélt áróður gegn RÚV. Þetta kemur fram í Staksteinum dagsins en Staksteinar eru ritstjórnarefni sem birtist í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins daglega.

Í Staksteinum er vísað til færslu Páls Vilhjálmssonar, blaðamanns og kennara, á sem birtist á bloggsíðu hans á mánudag en færslan bar titilinn „RÚV-tilræði gegn Morgunblaðinu“. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Staksteinar taka færslur Páls upp í Staksteinum og má því reikna með að málflutningur hans hljóti náð í augum Moggamanna.

Staksteinar dagsins bera titilinn „Hratt stígur titill til höfuðs“ og er þar vísað til þess að með fyrstu verkum Sigríðar eftir að hún tók við sem formaður BÍ var að gagnrýna birtingu auglýsingarinnar hjá Morgunblaðinu, en í kjölfar þeirra afskipta sagði trúnaðarmaður Morgunblaðsins, Guðni Einarsson, sig frá störfum.

„Páll Vilhjálmsson gerir að umtalsefni tilþrif nýs valdamanns í félagi blaðamanna, eftir að opinberir starfsmenn komust þar í forystu. Yfirskrift hans er sláandi: „RÚV-tilræði gegn Morgunblaðinu,“ segir í Staksteinum. Þar er haldið áfram og vísað beint í færslu Páls:

„Fréttamaður RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, beið ekki boðanna þegar hún hlaut kjör sem formaður Blaðamannafélags Íslands

Fyrsta verk nýkjörins formanns var að vega að lífsafkomu blaðamanna Morgunblaðsins vegna þess að blaðið birti auglýsingu frá Samherja.

RÚV, vitanlega, slær málinu upp. Krafa Sigríðar Daggar, og þar með Blaðamannafélagsins, er að fjölmiðlar birti ekki auglýsingar sem eru í andstöðu við hagsmunahópinn í Efstaleiti.

RÚV er ríkisrekinn fjölmiðill og vill enga samkeppni, hvorki í ritstjórnarefni né á auglýsingamarkaði.

Einn fjölmiðill, einn auglýsingamarkaður – og enginn má gagnrýna Helga Seljan Sannleika.“

Staksteinum lýkur með því að vísa til þess að Sigríður hafi boðað yfirmenn Árvakurs á fund hjá BÍ en ekki virðist mikill vilji hjá Morgunblaðinu að verða við þeirri beiðni.

„Þann 1. maí, af öllum dögum, krafðist formaðurinn skýringa af starfsmönnum Árvakurs (!) sem hann á enga kröfu til. Ekki er vitað til að „RÚV“ leiti samþykkis auglýsingadeildar blaðsins um birtingu auglýsinga. Sigríður formaður hefur svo boðað yfirmenn blaðsins á sinn fund! Það gæti orðið bið á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi