fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Leið yfir unga konu í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag – „Svo vakna ég við það að það er fullt af einhverju liði að spyrja mig hvað ég heiti“

Máni Snær Þorláksson, Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 18:15

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára stelpa var ein þeirra 10 þúsund Íslendinga sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina í dag til að fá bólusetningu. Stelpan er ekki í neinum sérstökum áhættuhóp en hún var boðuð í bólusetningu þar sem hún vinnur í grunnskóla. 

Alla jafna eru bólusetningar ekki tíðindamiklar en það var ekki raunin hjá ungu konuna í dag. Þegar hún hafði fengið sprautuna af bóluefni frá Pfizer leið yfir hana með þeim afleiðingum að hún skall á hörðu gólfinu.

„Ég bara fæ sprautuna og þetta var náttúrulega allt í lagi, þetta var ekki það vont. Svo fæ ég ógeðslega mikla klígju, svo segi ég eitthvað: „Fokk! Mig svimar smá“ og halla mér svo fram,“ segir konan í samtali við DV um atvikið. „Svo vakna ég við það að það er fullt af einhverju liði að spyrja mig hvað ég heiti, hvar ég væri og á hvaða bíómynd ég hafi verið á.“

Þrátt fyrir að það hafi liðið yfir hana í bólusetningunni var konan nokkuð spræk þegar blaðamaður náði tali af henni í dag. Hún var þó ekki alveg laus við alla áverka. „Ég náttúrulega lenti á hausnum þannig ég er með kúlu og hausverk en annars er ég góð,“ segir hún.

Hún er ekki viss hvers vegna það leið yfir hana en hún segist hafa verið stressuð fyrir því að fá sprautuna. „Já, ég er alltaf alveg stressuð. Ég var smá stressuð fyrir þessu,“ segir hún en hvetur þó alla sem eru boðaðir í bólusetningu til að láta gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
Fréttir
Í gær

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft

Lögfræðingurinn í einangrun og hefur verið yfirheyrður stíft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu