fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Örlagarík bílvelta í Krýsuvík – Vörður kærði ökumanninn til lögreglu fyrir tryggingasvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílslys sem ungur maður lenti í árið 2017 dró tvöfaldan dilk á eftir sér. Forsagan er sú að ungi maðurinn keypti sér laskaðan bíl á 20 þúsund krónur, í því skyni að gera hann upp. Daginn eftir kaupin prufukeyrði hann bílinn í Krýsuvík en svo illa fór að hann velti bílnum og var nokkuð slasaður eftir óhappið. Bíllinn valt á þakið, maðurinn var í bílbelti en loftpúðar blésust ekki út. Eftir slysið fékk maðurinn sting í mjóbakið þegar hann lyfti handleggjunum. Var hann greindur með tognun í brjósthrygg og lendahrygg, auk þess að vera með mar á hendi.

Maðurinn taldi sig eiga rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns hjá Verði tryggingum hf. Tryggingafélagið taldi hins vegar að maðurinn hefði velt bílnum viljandi og kærði hann til lögreglu fyrir tryggingasvik. Maðurinn sat því uppi með bæði líkamlega áverka og lögreglukæru. Lögregla rannsakaði málið og felldi það svo niður og taldi ekki um svik að ræða. Þrátt fyrir þetta neitaði Vörður að greiða unga manninum bætur úr tryggingunni og taldi manninn ekki hafa sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir bótaskyldu tjóni.

Maðurinn ákvað þá að stefna tryggingafélaginu. Dómur í málinu féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, hefur hann ekki verið birtur á vef dómstólanna en DV hefur dóminn undir höndum. Þar kemur fram að maðurinn taldi kæru tryggingafélagsins til lögreglu vera tilhæfulausa enda hafi málið verið fellt niður hjá lögreglu. Vegna afstöðu Varðar hafi hann þurft að bera tjón sitt bótalaust í langan tíma en tæplega fjögur ár eru nú liðin frá því slysið varð.

Vörður hélt sig við þann málflutning að maðurinn hefði velt bílnum viljandi eða af stórkostlegu gáleysi og þar með væri félagið ekki bótaskylt. Gáleysisásökuninni til stuðnings  telur tryggingafélagið vera að bíllinn hafi í raun ekki verið í ökuhæfu ástandi. Það var mat dómsins eftir skoðun gagna og vitnisburðar, meðal annars frá starfsmanni fyrirtækisins sem sá um að draga bílhræið burtu af vettvangi, að slysið hefði ekki verið viljaverk. Segir meðal annars í dómsorði að ekkert liggi fyrir um að ástand bílsins hafi verið slíkt að jafna megi akstri á honum til stórkostlegs gáleysis.

Dæmdi héraðsdómur unga ökumanninum að fullu leyti í hag. Var viðurkenndur réttur hans til greiðslu fullra bóta úr slysatryggingu ökumanns hjá Verði tryggingum hf. vegna umferðarslyss þann 17. júní í Krýsuvík. Jafnframt þarf Vörður að greiða manninum eina milljón króna í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“