fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

„Skammarlegt af einni lærðustu stétt landsins að láta frá sér svona óábyrgt, og kreddufullt efni“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í útvarpsfréttum RÚV í gær, 30.apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi.“

Svona hefst pistill sem Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Darri Eyþórsson, Sigrún Jóhannsdóttir og Halla Kolbeinsdóttir skrifa fyrir hönd Snarrótarinnar, samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi, en pistillinn birtist á Vísi í dag. Um opið bréf er að ræða til Læknafélags Íslands.

„Að Ríkislögreglustjóri leggist gegn þessu mikilvæga heilbrigðismáli ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er lögreglufólk ekki heilbrigðismenntað. Að auki er það afar skiljanlegt að lögreglan eigi erfitt með að meðtaka breytingar á starfsumhverfi sem m.a. stendur undir launum þeirra. En það eru ekki vísindi.“

Þau segja að það sé sorglegt að sjá Læknafélag Íslands halda „þéttingsfast í kreddurnar“. Þau velta því þá fyrir sér hvers vegna Læknafélagið mótmæli frumvarpinu þar sem Alma Möller landlæknir er fylgjandi afglæpavæðingunni. „Svo ekki sé minnst á eina stærstu heilbrigðisstofnun heims, Alþjóðheilbrigðismálastofnunina, sem hefur kallað eftir afglæpavæðingu lengi. Hvernig stendur á þessum mikla mun? Eru læknar á Íslandi almennt sammála umsögn Læknafélagsins?“

„Stórskaðlegt fyrirbæri“

Í pistlinum benda þau á að læknum beri skylda til að starfa samkvæmt nýjustu rannsóknum. Auk þess gengur starf lækna út á það að hjálpa fólki. „Því skýtur það vægast sagt skökku við að sjá fulltrúa þessarar fagstéttar leggjast gegn afnámi refsistefnu, sem nú er vel vitað að er stórskaðlegt fyrirbæri sem hefur leitt til dauða milljóna manna um heim allan undanfarna öld.“

Talsmenn Snarrótarinnar segjast vera mjög sammála Læknafélaginu þegar kemur að því að leggja áherslu á að auka meðferðarúrræði fyrir fólk í fíknivanda. „Það er nákvæmlega út frá því atriði sem ekki verður hjá því komist að benda á þversögnina sem felst í því að sjá menntaða lækna mæla með refsingum vegna ákveðinna veikinda, en ekki meðferð og lækningu,“ segir í pistlinum.

„Augljóst er af lestri umsagnarinnar að LÍ hefur ekki tekið eitt einasta skref til að fræðast um nútímarannsóknir á eðli fíknivanda og árangur þeirra aðgerða sem hingað til hafa verið prófaðar til að stemma stigu við honum. Enda hafa læknar, sálfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir verið átakanlega fjarri umræðunni um þessi mál. LÍ gefur sér til dæmis þá kolröngu forsendu, að við afnám refsinga muni fíkniefnavandi aukast. Um þetta höfum við nóg af tölulegum gögnum frá öðrum löndum sem hafa afglæpavætt eða lögleitt. Niðurstaðan er skýr: Afglæpavæðing eykur ekki fíknivanda.“

„Óábyrgt, og kreddufullt efni“

Ljóst er að Snarrótin er ekki ánægð með Læknafélagið. „Það er í alvörunni skammarlegt af einni lærðustu stétt landsins að láta frá sér svona óábyrgt, og kreddufullt efni,“ segja þau Lilja, Halldór, Darri, Sigrún og Halla.

„Skammarlegt hjá stétt sem heldur því fram að hún starfi eftir vísindalegum aðferðum, að geta þá ekki skoðað öll þau yfirgnæfandi gögn og reynslu sem sýna svart á hvítu að refsistefna er skaðleg fólki, og dregið ályktanir út frá því.“

Skammarlegt hjá stétt sem sver þess eið að fara ekki í manngreinarálit á þeim einstaklingum sem til þeirra leita. En mæla svo með refsingum við ákveðnu meini.

Skammarlegt hjá forréttindastétt að mæla með skipulögðum níðingsskap gagnvart jaðarsettasta hópi samfélagsins.“

Að lokum skora þau á lækna alls staðar að láta sína afstöðu í ljós og taka fullan þátt í umræðunni. Auk þess skora þau á þá að láta vita ef Læknafélag Íslands er ekki að tala fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út