fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar á Evrópumóti þingmanna í skák

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír íslenskir þingmenn eru skráðir á Evrópumót þingmanna í skák sem hefst föstudaginn 16. apríl næstkomandi. Teflt verður á internetinu en alls eru 28 þingmenn skráðir til þátttöku. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið.

Þingmennirnir sem koma til með að taka þátt eru þeir Karl Gauti Hjaltason úr Miðflokknum, Páll Magnússon og Brynjar Níelsson, báðir úr Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt Facebook-færslu Evrópska skáksambandsins er Karl Gauti eini með skráð FIDE-stig en þau eru 1546 talsins.

DV hafði samband við Brynjar og ræddi við hann um komandi mót en hann er heima hjá sér þessa dagana í sóttkví eftir komu til landsins frá Spáni.

„Ég fékk þessi boð á meðan ég var í þessari frægu utanlandsför. Mögulega fer ég að hitta þá þegar ég fer úr sóttkvínni og við tökum einhverja æfingu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, tróð mér í þetta núna, sennilega af því að hann vissi hvað ég var góður,“ segir Brynjar kokhraustur en hann telur sjálfan sig vera yfirburða skákmann.

„Ég held að ég sé miklu betri en þeir,“ segir Brynjar og hlær. Helgi, sonur Brynjars, var eitt sinn Íslandsmeistari barna í skák og tefldi Brynjar mikið með honum á þeim tíma.

Það er því ljóst að skákhæfileikar hans hafi erfst áfram til næstu kynslóðar en spurning hvort Brynjar nái að standa í hárinu á bestu mönnum mótsins og rifji upp gamla takta. Tveir stórmeistarar taka þátt í mótinu en þeir eru frá Hollandi og Moldóvu.

https://www.facebook.com/europeanchessunion/posts/3917179938342195

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar