fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Grunaður mannræningi handtekinn á Íslandi

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 14:37

Petter Slengesol var illa haldinn eftir að mannræningjarnir héldu honum föngnum - Mynd/Samsett - Skjáskot af Bergens Tidende og TV2.no

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn hér á landi um páskana en lýst hefur verið eftir honum um allan heim af norskum yfirvöldum vegna mannráns. RÚV greinir frá.

Maðurinn bíður nú eftir því að verða framseldur til Noregs en hann hefur fallist á það. Norska dómsmálaráðuneytið sendi fyrirspurn til Íslands í síðasta mánuði þar sem óskað var eftir upplýsingum um lög og reglur varðandi framsal.

Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist á auðkýfinginn Reidar Olsen og rænt hann, sem og að svipta Petter Slengesol frelsi sínu. Petter varð fyrir gríðarlegu ofbeldi meðan frelsissviptingin stóð yfir. Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir málið en annar þeirra er bróðir þess sem handtekinn var hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“