fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 17:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem var í fyrra dæmdur fyrir hefndarklám gegn stúlku á átjánda ári, lagði íslenska ríkið í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málið snérist um það að lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði síma hans hvorki með hans leyfi né með úrskurði dómstóla. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða manninum 250 þúsund krónur í miskabætur.

Árið 2016 kærði stúlkan manninn fyrir að hóta ítrekað myndbirtingu á nektarmyndum af sér og var maðurinn handtekinn samdægurs. Þegar brot mannsins áttu sér stað var stúlkan á unglingsaldri, en maðurinn tæplega þrítugur. Málið sem maðurinn vann gegn ríkinu í vikunni varðaði upplýsingaöflun lögreglu í því máli.

Eyddi spjallinu fyrir framan rannsóknarlögreglumenn

Í skýrslutöku viðurkenndi maðurinn að hafa verið með myndir af stúlkunni sem hún hafði sent honum. Þar hafi hann einnig opnað spjall á milli sín og stúlkunnar, en eytt því fyrir framan rannsóknarlögreglumenn og verjanda sinn. Þar eiga að hafa verið myndir af stúlkunni sem sýndu kynfæri hennar.

Lögregla vildi fá að rannsaka símann frekar, en maðurinn hafnaði því og neitaði jafnframt að gefa upp lykilorð að símanum. Þá hafi lögregla tjáð manninum að hún ætlaði sér að komast í gegnum læsingar símans, og í kjölfarið gert það við rannsókn málsins, án þess að hafa dómaraúrskurð.

„Það er gott að þú hatir mig“

Á síðasta ári var hann svo dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 22 skilaboð sem hann sendi stúlkunni. Einnig hélt hann úti vefsíðu sem varðaði „vandræðaleg augnablik“ úr lífi stúlkunnar. Auk þess var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 500.000 í miskabætur. Þeim dóm var ekki áfríað. Í dómnum má sjá tugi skilaboða sem hann sendi stúlkunni, en hér má sjá nokkur dæmi:

„En myndirnar eru komnar inna […] svo njóttu þeirra og gerðu það sem þig langar mer er alveg sama“.

„Það er gott að þú hatir mig þá fæ ég ekkert samviskubit þegar myndirnar enda á netinu.“

„Hvað á ég að gera við allar þessar dirty myndir frá þér?“

„Þú veist samt ekki hvað mig hlakkar til að segja sögur um þig […] :-)“

Rannsóknaraðferðir lögreglu ólögmætar

Maðurinn taldi þó lögreglu hafa brotið gegn sér og friðhelgi einkalífsins með rannsóknaraðferðum sínum. Hann taldi sig eiga rétt á miskabótum þar sem lögreglumenn hefðu komist yfir viðkvæmar myndir og persónuleg gögn með ólögmætum hætti. Í dómnum segir að það sé óumdeilt að lögregla hafi án dómsúrskurðar lagt hald  á farsíma mannsins og rannsakað innihald hans án samþykkis stefnanda og án þess að afla til þess úrskurðar dómara.

Ríkið var líkt og áður segir dæmt til að greiða manninum 250.000 í miskabætur. Í dómnum kemur fram að ólögmæt rannsókn lögreglunnar hefði þó ekki dregið úr sönnunargildi gagnanna sem fundust í símanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar