fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Fréttir

Útgáfuhlé á DV – aukinn kraftur settur í DV.IS

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að prentútgáfa DV fari í tímabundið útgáfuhlé. Helsti áhrifaþáttur þar er heimsfaraldurinn sem hefur gert auglýsingasölu erfiða og hamlað útgáfu með ýmsum hætti.

Á meðan á útgáfuhléi stendur verður settur aukinn kraftur í vefmiðilinn DV.is sem er einn sá stærsti hérlendis með 130. þúsund lesendur dag hvern.*

Helgarviðtal beint í innhólfið

Helgarviðtal DV mun birtast alla föstudaga á vefnum auk þess sem það verður sent þeim er skrá sig á póstlista DV og kjósa að lesa umbrotna útgáfu rafrænt, án endurgjalds. Mikið verður lagt upp úr myndatöku og áhugaverðum viðmælendum líkt og áður. Greiðsluseðlar til áskrifenda fyrir apríl verða felldir niður.

Nýjungar á vefnum verða kynntar á næstu vikum. Tobba Marinósdóttir ritstjóri DV, sagði starfi sínu lausu í lok febrúar en starfar áfram hjá Torgi og mun fylgja þessum breytingum úr hlaði og tryggja að aukinn krafur verði settur í DV.is.

*Samkv. mælingum Gallup

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“