fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Tígrísdýrakóngurinn fallinn í ónáð – „Joe Exotic er úrþvætti“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 18:30

Mynd BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur heimildaþáttanna um Tígrisdýrakónginn (e. Tiger King) hafa snúist gegn stjörnu þáttanna, Joe Exotic eftir að ný heimildarmynd Louis Theroux var sýnd erlendis í gærkvöldi. Nú telja margir að Joe, sem áður höfðu samúð með dýragarðseigandanum, að hann sé hreint úrþvætti.

Heimildarmyndin Louis Theroux: Shooting Joe Exotic fór yfir sögu tígrisdýrakóngsins og sýndi áður ósýnd myndskeið sem voru tekin þegar Theroux gerði heimildarmyndina Louis Theroux og hættulegustu gæludýr Ameríku árið 2011.  Theroux hafði þegar hafist handa við að gera þessa heimildamynd þegar þættirnir um tígrisdýrakónginn komu út.

Á áðurnefndum myndskeiðum hlær Joe þegar hann talar um að ráða leigumorðingja til að ráða erkifjanda hans, dýravinin Carole Baskin, af dögunum. „Hún er annað hvort að fara að drepa eitt okkar, eða einhver er að fara að drepa hana.“

Carole Baskin í Tiger King. Mynd/Netflix

Joe var árið 2019 dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, þ.e. að hafa reynt að koma því til leiða að Carole yrði komið fyrir kattarnef.  Hins vegar kom Joe út sem nokkurs konar hetja í Tiger King þáttunum, misskilið grey á meðan Carole var birt sem vondi kallinn. Kaldrifjaða konan sem átti að hafa myrt fyrrum eiginmann sinn vegna peninga. Myllumerkið frelsiðJoeExotic varð vinsælt á Twitter og töldu margir hann saklausan af þeim ásökunum sem á hann höfðu verið borið.

Margir skiptu þó um skoðun í gær eftir að mynd Theroux var sýnd. Einn netverji sagði : „Við það að horfa á Louis Theroux’s Shotting Joe Exotic áttaði ég mig á því að Tiger King þættirnir voru að upphefja dæmdan glæpamanna.“

Eftir að heimildaþættirnir Tiger King urðu vinsælir freistaði Joe þess að fá þáverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, til að náða sig. Eins reyndi hann að stefna dómsmálaráðuneytinu fyrir dóm til að fá refsingu sinni hnekkt.  Sem stendur hefur hann ráðið til sín teymi lögmanna til að nýta vinsældir þáttanna til að fá mál hans endurupptekið.

Í mynd Theroux má einnig sjá myndskeið þar sem Joe lýsir Carole sem geðveikri, sem hryðjuverkamanni og sem sakborningi í hvarfi eiginmanns hennar. „Ég get ekki haldið dýragarðinum mínum gangandi á meðan þessi tík er á svæðinu.“

Hann sagði einnig : „Fólk er komið með nóg af henni. Það er maður, leigumorðingi í Tampa, og hann hefur sloppið fyrir öll morðin sem hann hefur tekið að sér. Og fólk er að íhuga þetta. Það er hversu alvarlegt þetta er orðið.“

Einnig vakti athygli að í myndinni segir Joe: „Hveru margar af spurningum þínum hafa snúist frá því að vera um að dýrunum sé tryggt gott líf yfir í það hvort ég finni fyrir samviskubiti yfir að rækta dýr og halda þeim í búrum allt þeirra líf?. Áður en andstæðingar mínir koma mér í þrot get ég lofað því að þessi dýr verða ekki þau einu sem verða aflífuð. Þetta er ennþá Ameríka og við megum bera vopn og ég er svo sannarlega ekki hræddur við að nota þau.“

Það gat varla farið verr að hans mati.

Netverjar höfðu sterkar skoðanir eftir mynd Theroux.

„Tiger King þættirnir voru fordómafullir og siðlausir og komu hryllilega fram við Carole Baskin. Áhorfendur sáu Joe Exotic, dýraníðing með morðkenndir, og ákváðu að vera með honum í liði og gera hann að hetju og það er áhyggjuefni,“ sagði einn.

„Louis var blekktur af Joe Exotic sem og flestir aðrir. Allir aðrir sem hefðu gert það sem Joe hefur gert -jafnvel þó það væri ekki til á upptökum – hefðu verið útilokaðir (e. cancelled),“ sagði annar.

„Áhugaverð heimildarmynd þar sem við sjáum Louis endurskoða gömul myndskeið og hvernig hann lítur á mál núna. Joe Exotic er úrþvætti. Hann er nákvæmlega þar sem hann á að vera,“ sagði enn einn og bætti við að engu að síður teldi hann Carole seka um að hafa drepið eiginmann sinn.

Aðrir gátu þó séð skemmtilegu hliðarnar „Hah, Louis Theroux fann typpamyndinar hans Joe Exotics á gólfinu á gamla húsinu hans og lýsti þeim sem „Æxlunarfærum karlmanns í reisn“. Ég er að grenja úr hlátri.“

Og Theroux fékk eitt besta hrósið sem hægt er að fá á Twitter. Hann var kallaður geit.

„Louis Theroux er enn geitin í heimildarmyndagerð“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar