fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 18:38

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir blésu til óvænts upplýsingafundar í dag. Tilefnið eru þrjú ný smit, tvö þeirra eru af völdum breska afbrigðisins, sem er mjög smitandi, og beðið er eftir raðgreiningu á því þriðja. RÚV greinir frá.

Eitt af smitunum þremur er rakið til starfsmanns á Landspítalanum en vegna þess smits eru nú um 50 manns í sóttkví og fara í sýnatöku.

Þórólfur útskýrði á fundinum að farþegi hefði komið hingað til lands 26. febrúar með neikvætt PCR-próf og neikvæða fyrstu skimun. Á fimmta degi sóttkvíar greindist hann hins vegar með breska afbrigði kórónuveirunnar.

Þórólfur segir að það skýrist á næstu dögum hvort herða þurfi aftur samkomutakmarkanir vegna þessara smita. „Ef það kemur í ljós að það sé komin einhver dreifing á veiruna út fyrir þennan hóp sem við erum að tala um núna þá þarf svo sannarlega að endurskoða afléttingarnar sem hafa verið í gangi, finnst mér,“ sagði Þórólfur.

Einn hinna smituðu var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld. Nokkrir tugir eru í sóttkví vegna þess smits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings