fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Lögregla tilkynnti par til Barnaverndar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 08:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 19 í gærkvöld stöðvaði lögregla bíl í hverfi 105. Farþegi í framsæti hélt þá á um það bil 7 mánaða gömlu barni í fanginu. Þarna voru foreldrar barnsins  á ferð með barn sitt og sögðu barnið hafa grátið mikið í barnabílstól sínum.  Þá hafði faðirinn sem var farþegi losað barnið úr stólnum og sat með það í fanginu meðan móðirin ók bílnum.  Einnig hafi faðirinn ekki verið með öryggisbelti sitt spennt.  Skýrsla var skrifuð um málið og tilkynning send til Barnaverndar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að kl. 23 í gærkvöld var tilkynnt um mann í miðborginni sem var til vandræða og mögulega að skemma bíla. Maðurinn vildi ekki segja til nafns eða segja lögreglu kennitölu sína. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um mann í Kópavogi sem hafði fallið af reiðhjóli. Maðurinn var með áverka á höfði og blóðugur í andliti og mundi ekki hvað hafði gerst.  Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar.

Klukkan hálftólf í gærkvöld voru höfð afskipti af ungum manni í annarlegu ástandi í hverfi 112. Ungi maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu, sagði ekki til nafns að kröfu lögreglu, hrækti í andlit lögreglumanns og er grunaður um brot á vopnalögum. Haft samband við forráðamann og Barnavernd og var ungi maðurinn síðan vistaður fyrir rannsókn máls  á viðeigandi stofnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna