fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Rakaskemmdir í Korpuskóla – Spyr hvernig húsnæði sé verið að flytja börnin í

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 09:00

Korpuskóli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom fyrir helgi hefur verið ákveðið að hætta kennslu í Fossvogsskóla vegna myglusveppa sem þar þrífast. Dæmi eru um að börn og starfsfólk hafi veikst vegna sveppanna. Ákveðið var að flytja kennsluna í húsnæði Korpuskóla sem hefur staðið ónotað. Fulltrúar foreldra nemenda í Fossvogsskóla fóru í kynnisferð í Korpuskóla á föstudaginn  og sáu þá strax áberandi rakaskemmdir í lofti.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Karli Óskari Þráinssyni, formanni Foreldrafélags Fossvogsskóla, að foreldrarnir hafi séð útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur og kíttistauma á milli loftplatna. Þetta gefi til kynna að eitthvað mikið hafi gengið á. Hann sagði að einn starfsmaður skólans, hið minnsta, hafi fundið fyrir einkennum í húsinu.

Haft er eftir honum að viðbrögð Reykjavíkurborgar hafi verið að loka umræddum rýmum og að þau séu ekki notuð. „Við vitum ekki hvort þetta eru virkar rakaskemmdir, en það sem slær mann er að okkur er sagt að þetta sé leki síðan 2018, sem gert hafi verið við, en enn standa vegsummerkin eftir,“ er haft eftir honum.

Hann sagði þetta ekki mjög traustvekjandi, hvorki hvað varðar Korpuskóla eða þær viðgerðir sem hafi verið gerðar í Fossvogsskóla á undanförnum árum.

Tvisvar hefur leki komið upp í Korpuskóla en hann þarf ekki að standa lengi yfir til að mygla nái fótfestu og breiðist út með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk. Hún getur síðan setið eftir í efni sem ekki er fjarlægt að loknum viðgerðum en dauð mygla getur einnig verið heilsuspillandi. „Svo maður spyr sig í hvers konar húsnæði sé verið að flytja börnin okkar. Borgin fullvissar okkur um að þar hafi ekki verið ræktuð upp nein myglusýni, en við vitum svo sem ekki hversu oft það hefur verið gert,“ er haft eftir Karli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum