fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Rannsaka skotárásirnar ekki sem hryðjuverk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 07:59

mynd/Anton Brink og skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari vinnur nú að rannsókn á skotárásum á bíl borgarstjóra og skrifstofu Samfylkingarinnar. Málin eru ekki rannsökuð sem hryðjuverk.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar hafi ekki haft nein kynni af Halli Gunnari Erlingssyni, sem er grunaður um að hafa skotið á skrifstofu flokksins og bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að lögreglan hefði spurt starfsfólkið um Hall.

Hallur, sem er sextugur, er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Málið er rannsakað sem brot gegn valdstjórninni og því er það embætti héraðssaksóknara sem fer með rannsókn þess en ekki lögreglan.

Fréttablaðið hefur eftir Kolbrúnu Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, að skotárásirnar séu ekki rannsakaðar sem hryðjuverk þar sem ekkert hafi komið fram við rannsókn málsins sem bendi til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Ekki hefur verið skýrt frá af hverju grunur beinist að Halli en hann er skráður eigandi skotvopna. Annar maður var handtekinn vegna málsins og var lagt hald á skotvopn í hans eigu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“