fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Gunnar Bragi spyr hvort það megi vísa Reebar Abdi úr landi – „Skyldi hann vera búinn að fá ríkisborgararétt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 15:20

Gunnar Bragi Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Reebar Abdi Mohammed í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu inni á kvennaklósetti um miðjan febrúar árið 2019. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, spurði í kjölfar frétta af máli Reebar hvort það megi vísa honum úr landi.

„Skyldi hann vera búinn að fá ríkisborgararétt af „mannúðarástæðum“? Ef ekki, ætli það megi þá vísa honum úr landi eftir afplánun?“ spyr Gunnar Bragi á sinni persónulegu Facebook-síðu í dag en hann deildi færslunni einnig á opnu síðunni sinni. Óhætt er að segja að færslan hafi ekki vakið mikla athygli meðal fylgjenda og vina Gunnars en einungis þrír hafa sýnt viðbrögð við færslunni á þeim rúma klukkutíma sem hún hefur verið í loftinu þegar fréttin er skrifuð.

Hrottaleg nauðgun á skemmtistað í Reykjavík

DV fjallaði um dóminn yfir Reebar í dag. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 16. febrúar árið 2019 en þá barst lögreglu tilkynning um að konu hefði verið nauðgað. Öryggisvörður sagðist hafa séð konuna ganga út af staðnum í átt að grindverki gegnt staðnum, ásamt vini sínum. Annar maður hefði svo gengið að konunni en vinur hennar öskrað á hann og rekið hann burtu. Þegar öryggisvörðurinn spurði hvað gengi á, sagði konan að maðurinn sem rekinn hafði verið burtu hefði nauðgað sér fyrr um kvöldið inni á skemmtistaðnum.

Lesa meira: Reebar Mohammed í þriggja ára í fangelsi fyrir hrottalega nauðgun á skemmtistað í Reykjavík

Reebar var ákærður fyrir nauðgun en í dómnum er atvikum nauðgarinnar lýst í smáatriðum. Fyrir dómi neitaði Reebar sök en í ljósi framburðar konunnar, gagna úr eftirlitsmyndavélakerfi skemmtistaðarins, og framburðar læknis sem lýsti því fyrir dómi að áverkar eins og hann hefði greint konuna með kæmu ekki við venjulegar samfarir. Þá samræmdist framburður mannsins illa fyrirliggjandi gögnum og áverkum á brotaþola.

Ekki náðist í Gunnar Braga við gerð fréttarinnar þrátt fyrir tilraunir.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra