fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Íbúar í Laugardal langþreyttir á hávaða frá Eimskip – „Ég er alveg að verða vitlaus á þessu“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 14:52

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Langholtshverfi og í Laugardalnum hafa undanfarið kvartað sáran yfir hávaða á nóttunni. Hávaðinn kemur frá Sundahöfn og hafa margir íbúar tengt hávaðann sérstaklega við Eimskip. „Þetta fer það mikið í taugarnar á mér að fjölskyldan er byrjuð að gera nett grín að mér og hatri mínu gagnvart Eimskip,“ segir til að mynda einn íbúi í Laugardalnum. „Drunurnar og niðurinn frá höfninni geta orðið mjööög miklar í svefnherberginu hjá mér og hafa kostað mig svefn margoft.“

Blaðamaður fór á vettvang í nótt og athugaði aðstæður. Sögur íbúa af hávaðanum pössuðu við það sem blaðamaður sá. Klukkan var rúmlega 1 um nótt þegar blaðamaður mætti á vinnusvæði Eimskip, þá mátti heyra mikinn hávaða í vinnuvélum og drunur og dynki í gámum. Þrátt fyrir að niðamyrkur væri úti og flestir íbúar borgarinnar komnir upp í rúm þá voru starfsmenn Eimskips á fullu að færa til dæmis fiskikör og gáma.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig aðstæður voru á svæðinu í nótt:

 „Það er náttúrulega bara brjálað að þetta skuli líðast í svona þéttu íbúahverfi“

DV ræddi við íbúa sem hafa orðið fyrir miklum ama vegna framkvæmdanna á Sundahöfn. Annar íbúinn sem rætt var við segist eiga erfitt með að sofna, bæði vegna hávaðans en einnig vegna titrings. Sá íbúi býr töluvert langt frá Sundahöfn, tæpa tvo kílómetra frá höfninni. „Ég hef búið hérna í sirka tvö ár og ég er búin að heyra þetta allan tímann. Þetta er bara niður úr vélunum þegar það er verið að afferma og vinna þarna niður frá,“ segir íbúinn.

Blaðamaður spurði Eddu Rut Björnsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Eimskips, út í málið en hún kannaðist við hávaðann. Edda hélt þó að hávaðinn sem um ræddi væri frá því fyrir nokkrum vikum síðan en þá var greint frá hávaða sem átti víst að koma frá biluðu skipi við höfnina. Hún sagði að skipið væri nú komið í lag og því væri enginn hávaði frá því. „Skipið er bara farið og þar með er þeim hávaða lokið,“ sagði hún.

„Þetta er búið að vera miklu lengur. Þetta jókst ekkert endilega með þessu bilaða skipi, það voru kannski bara einhver sérstök læti sem jukust í einhvern smá tíma en það hafa alltaf verið svakaleg læti þarna,“ segir íbúinn þegar rætt var um bilaða skipið. „Þetta var síðast í nótt, fer eftir því hvernig vindarnir eru. Þetta er farið að vera þannig að ég kíki alltaf á veðurspána í von um að vindáttin sé í hina áttina.“

Íbúinn segist eiga erfitt með svefn vegna hávaðans. „Þetta er ekki bara hljóðið, það er þessi niður – hann er að mynda víbring. Þetta er stöðugt, það er kveikt á einhverjum vélum. Þetta eru bylgjur eða eitthvað sem þetta gefur frá sér, þetta eru ekki bara einhverjir dynkir eða hljóð. Þetta eru bara stanslausar drunur eða niður sem er að gera fólk alveg geðveikt,“ segir íbúinn. „Það er náttúrulega bara brjálað að þetta skuli líðast í svona þéttu íbúahverfi.“

„Ég er alveg að verða vitlaus á þessu“

Hinn íbúinn sem DV ræddi við glímir einnig við svefnvandamál vegna hávaðans frá höfninni. Sá var var við hávaðann í nótt en hann segir að hávaðinn hafi einnig verið mikill nóttina á undan. „Það á ekki að leyfa atvinnustarfsemi að ganga á næturtíma,“ segir íbúinn. „Þetta er bara hörmulegt ástand. Brjáluð læti.“

Íbúinn ræddi við heilbrigðiseftirlitið en hann segir starfsmann hjá þeim hafa farið upp að mælum sem mæla hávaða í Efstasundi. „Hún fór upp að þessum mælum og sagði að það væri greinilegt að það hafi verið mikil læti þarna frá miðnætti til tvö. Það var rosalegur hávaði, það var ekki hægt að sofa í þessu. Það á bara að vera friður frá 10-12 á kvöldin og til morguns.“

„Þetta er bara alveg út í hött, út í hött. Þetta á ekki að leyfast. Höfnin er klesst upp við íbúahverfi, það eru auðvitað einhverjar tafir að vera ekki að vinna á nóttinni en þetta verður atvinnustarfsemi að sætta sig við, að það á að vera friður á þessum tíma. Það væri ekki hægt að vera að byggja hús við hliðina á þínu húsi og gera það 24 tíma á sólarhring, steypubílar, kranar og hamarshögg á nóttunni. Ég er alveg að verða vitlaus á þessu.“

Edda sagði í samtali sínu við blaðamann að markmið Eimskips væri að sjálfsögðu ekki að trufla nágranna sína. „Við viljum alls ekki vera að trufla eða vera með einhvern óþarfa hávaða við okkar nágranna. Við viljum bara náttúrulega bara lifa í sátt og samlyndi við alla í kringum okkur og við leggjum okkur mikið fram við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar