fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Tilslakanir væntanlegar í vikunni

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 11:09

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sátu upplýsingafund Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis vegna Covid-19 í dag.

Enginn greindist innanlands í gær af 207 sýnum. Á seinustu vikum hafa tveir greinst innanlands en báðir voru í sóttkví. Einn liggur inn á Landspítala með virkt smit en enginn á gjörgæslu.

Samkvæmt Þórólfi hafa nýjar aðgerðir á landamærum gengið vel en mikill meirihluti þeirra sem kom til landsins um helgina var með neikvætt PCR-próf með sér. Hann segir hafa lagt inn tillögur um tilslakanir og að þær komi líklegast í gildi í vikunni.

Bólusetningar hafa gengið vel en í þessari viku er stefnt á að bólusetja 6.000 manns. 80-89 ára eiga von á bólusetningu í vikunni.

Tilslakanirnar sem Þórólfur lagði til innihéldu ekki slökun á grímunotkun. Hann segir fólk taka almennt vel í grímuna en hann viti ekki hvenær hann vilji að gríman falli endanlega. Hluti af tillögunum eru leiðbeiningar um íþróttaleiki. Ekki var farið nánar út í þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“