fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Haukur hefur áhyggjur af tjáningarfrelsinu – „Nú ætla alþingismenn að setja fólk, sem talar heimskulega um Helförina, í tveggja ára fangelsi“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 11:27

Haukur Örn Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það færist í vöxt að vilja úthýsa þeim sem hafa hættulegar, rangar, óskynsamlegar eða jafnvel bara heimskulegar skoðanir.“

Þetta segir Haukur Örn Birgisson lögmaður í bakþönkum Fréttablaðsins í dag. „Smátt og smátt eru skoðanirnar og fólkið sem þær hefur úthrópað, svívirt, smánað og bannfært. Þetta verður æ algengara og eðlilegra með hverju árinu sem líður. Við hættum að malda í móinn og samþykkjum útskúfunina svo lengi sem hún beinist ekki að okkur sjálfum.“

Haukur segir að sumt af þessu virðist vera saklaust og nefnir dæmi um sígaretturnar sem hafa nýlega verið fjarlægðar af auglýsingaskiltum og umbúðum. „Sígaretta er fjarlægð úr munnviki Bubba Morthens utan á Borgarleikhúsinu. Bjórdósir með mynd af reykingamanni eru fjarlægðar úr Vínbúðunum. Maður getur þó varla annað en brosað yfir íroníunni í því að ríkið banni ljósmynd af reykjandi manni utan á áfengisdós, í ríkisverslun sem selur einungis áfengi og tóbak.“

Næst bendir Haukur á að svona getur undið upp á sig. „Fólki sem gagnrýnir sóttvarnareglur eru gerðar upp annarlegar hvatir og sjálfur forseti Bandaríkjanna er látinn hverfa sporlaust af samfélagsmiðlum. Nú ætla alþingismenn að setja fólk, sem talar heimskulega um Helförina, í tveggja ára fangelsi,“ segir hann.

„Tjáningarfrelsið sjálft á undir högg að sækja“

Haukur segir síðan hver afleiðingin af öllu þessu verður. „Í nafni umburðarlyndis og manngæsku stígur fram fólk, með ríkari réttlætiskennd en aðrir, sem vill hafa vit fyrir hinum. Það virðist þekkja betur en aðrir hvaða skoðanir eru rangar og segja skerðingarnar nauðsynlegar til verndar þeim sem eiga undir högg að sækja. Afleiðingin er sú að tjáningarfrelsið sjálft á undir högg að sækja.“

Að lokum segir hann að það þurfi að verja tjáningarfrelsið. „Ótal margir hafa óæskilegar skoðanir, en rétt þeirra til þess að tjá þær þarf að verja fram í rauðan dauðann. Í tjáningarfrelsinu felst nefnilega einnig rétturinn til þess að hafa rangt fyrir sér. Að standa vörð um tjáningarfrelsið, felur í sér að standa vörð um réttinn sjálfan en ekki skoðanirnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku