fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

DV velur manneskju ársins 2021 – Þú getur tekið þátt í valinu!

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. desember 2021 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú árið er senn liðið í aldanna skaut og því kominn tími hjá DV til að velja manneskju ársins 2021. Að venju gefst þér, lesandi kær, kostur á að taka þátt í valinu.

Sendu okkur tilnefningu um þá manneskju sem þér finnst hafa staðið upp úr á árinu hér á Íslandi á 2021@dv.is og ekki skemmir fyrir að taka fram hvers vegna sú manneskja ætti nafnbótina „Manneskja ársins 2021″ skilið.

Tekið verður við tilnefningum til 16. desember.  Þeir einstaklingar sem flestar tilnefningar fá verða svo kynntir hér á dv.is og í kjölfarið opnað fyrir kosningu um „manneskju ársins 2021″. Sigurvegari verður svo kynntur um áramótin, venju samkvæmt.

Rétt er að taka fram að hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa eða hvern sem er. Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi látið til sín taka með einhverjum hætti á árinu. Tökum ekki við tilnefningum á byggingum eða gæludýrum – því miður.

Helgi Seljan fjölmiðlamaður var valin manneskja ársins 2019 af lesendum DV og í fyrra var heilbrigðisstarfsfólk fyrir valinu.

Tilnefningar skal senda á 2021@dv.is fyrir 16. desember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“