fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Sigríður Andersen gerir grín að stjórnvöldum og birtir línurit – „Willum vöxturinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. desember 2021 16:23

Sigríður Á. Andersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum á stjórnvöld í Twitterfærslu í dag.

Sigríður hefur frá upphafi verið einn harðasti gagnrýnandi þeirrar aðferðafræði sem notast er við í baráttunni gegn COVID hér á landi.

Hún birtir á Twitter línurit yfir fjölda nýgreindra smita þar sem sést greinilega að línan er nánast beint upp á við. Með þessu skrifar hún; „Jæja. Stjórnvöldum tókst það. Að fletja kúrfuna. Við Y-ásinn.“

Sem kunnugt er hefur það lengi verið slagorð yfirvalda hér á landi að fletja kúrfuna en þar var átt við að fletja hana á allt annan hátt, við x-ásinn á slíku línuriti.

Nokkrir hafa endurbirt tístið hennar, þeirra á meðal Skafti Harðarsson sem er mikill frjálshyggjusinni líkt og Sigríður.

Hún deildi línuritinu síðan líka á Facebook þar sem ýmsir hafa skrifað athugasemdir á borð við „Loksins kom alvöru veldisvöxtur“ , „Þetta er flott með þessum árangri verður þetta gengið yfir eftir mánuð“ og „Willum vöxturinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni