fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Töluvert tjón í eldsvoða á sorpeyðingastöð í Vestmannaeyjum – Lögregla rannsakar málið

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 10:54

Mynd/ Slökkviliðið í Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var ræst út rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar tilkynnt var um eld í bíl á athafnasvæði sorpeyðingastöðvar sveitarfélagsins. Tilkynnt hafði verið um eld í bíl á athafnasvæði stöðvarinnar og þegar slökkviliðið bar að garði reyndist mikill eldur vera laus í þremur bílhræjum sem biðu förgunar. Öllu verra var að eldtungurnar höfðu læst sig í sorphirðubíl Kubbs ehf. sem einnig stóð í ljósum logum.

„Það bendir ýmislegt til þess að eldurinn hafi kviknað í bílhræi og hafi svo borist yfir í sorphirðubílinn. Þetta er mikið og óheppilegt tjón fyrir þá Kubbsmenn,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum.

Sorphirðubíll í ljósum logum Mynd/Slökkviliðið í Vestmannaeyjum

Að hans sögn gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en bílhræin voru fjarlægð eitt af öðru með aðstoð starfsmanna og tækja frá Kubbi ehf. Þá var farið vandlega yfir vettvanginn með hitamyndavél og gengið úr skugga um að hvergi leyndust glæður eða hiti á svæðinu.
Friðrik Páll segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem eldur kemur upp á athafnasvæði sorpeyðingarstöðvarinnar.

„Við höfum nokkra reynslu af því að fara þangað upp eftir og slökkva eld, núna síðast í vor minnir, þannig að það má segja að þetta sé hættusvæði.“

Lítið tjón hafi þó orðið í þeim tilvikum ólíkt atburðinum í gærkvöldi þar sem sorphirðubíllinn er að öllum líkindum ónýtur. Ljóst er að eldur kviknar ekki að sjálfu sér í yfirgefnum bílhræjum en Friðrik Páll sagði ekki tímabært að tjá sig neitt um það. „Lögreglan er komin með málið í rannsókn og mun eflaust senda út tilkynningu þegar það er tímabært.“

Færsla Slökkviliðsins í Vestmannaeyjum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita