fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Sigurður beitti par grófu ofbeldi í Laugardalnum – Misheppnuð áfrýjun kostaði hann rúmlega 500 þúsund krónur

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. desember 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar á þessu ári voru þeir Sigurður Þorberg Ingólfsson og Bogdan Catalin Nebeleac dæmdir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness. Sigurður og Bogdan voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir árásina, Sigurður fékk 10 mánuði en Bogdan fékk 8 mánuði.

Sigurður áfrýjaði dómnum til Landsréttar en Bogdan hefur ekki áfrýjað dómnum. Landsréttur felldi sinn dóm í málinu í dag en áfrýjuvaldið krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Sigurður krafðist aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara krafðist hann að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa.

Þá krafðist Sigurður þess einnig aðallega að skaðabótakröfum brotaþola yrði vísað frá en til vara krafðist hann þess að þær yrðu lækkaðar. Sigurði og Bogdan var gert að greiða brotaþolunum samtals 650 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar.

Beitti parið grófu ofbeldi

Árásin sem um ræðir fór fram í Laugardalnum í maí árið 2016. Fram kemur í dóm Héraðsdóms að sonur Sigurðar Þorbergs hafi einnig tekið þátt í árásinni en hann fékk þó ekki dóm fyrir hana. Þá segir að Sigurður hafi opnað hurð á bíl, ökumannsmegin, og slegið ökumannin ítrekað með hamri, bæði í höfuð og annars staðar á líkamann.

Bogdan opnaði farþegahurðina í kjölfarið og sló farþega bifreiðarinnar margsinnis í höfuðið með hnúajárni. Hann sló einnig ökumanninn með hnúajárninu í andlitið þegar hann ætlaði að verja farþegann fyrir barsmíðunum.

Lesa meira: Sigurður, sonur hans og Bogdan réðust á par með hamri, hnúajárni og piparúða – Hélt að hann myndi berja sig til bana

Ökumaðurinn og farþeginn í bílnum voru par, maður og kona, en maðurinn var við stýrið á meðan konan sat í farþegasætinu.

Áfrýjunin bar ekki árangur

Ekki er hægt að segja að Sigurður hafi grætt neitt á því að áfrýja málinu því Landsréttur úrskurðaði í dag að dómurinn skyldi vera óraskaður.

Sigurður þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, alls 560.180 krónur. Þar með eru talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda Sigurðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík