fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Um 300 smit í gær – „Það er ískyggilegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 21. desember 2021 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands greindust um 300 einstaklingar smitaðir af COVID-19 hér á landi í gær. Hann ritar um þetta á Facebook.

Þar fer hann yfir veldisvöxt veirunnar og hversu mikill hann er nú orðinn.

„Það er ískyggilegt miðað við að smittölur dagsins sýna um 300 og ef hún nær að tvöfalda sig á innan við viku. Það er samt vanmat á tvöföldunartíma omíkron! Það er af því að við erum ennþá að horfa á blöndu af tveimur faröldrum því delta er ennþá með. Svo mun omíkron taka yfir.“

Thor segir að tvöföldunartími omíkron afbrigðis sé meiri en við höfum séð áður og treystir hann sér ekki að spá hvenær hægt sé að snúa við þessari þróun.

Vísir greinir frá því að samkvæmt Má Kristjánssyni yfirlækni á smitsjómdómadeild Landspítala hafi 325 bæst við á Covid-göngudeild í gær, en þangað eru allir sem greinast smitaðir skráðir.

Uppfært. 11:09 – 286 smit greindust hér innanlands í gær samkvæmt covid.is og 27 á landamærunum eða allls 313 smit. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“