fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Enn bætist í GAJA-harmleik SORPU – Þurfa að greiða 90 milljónir króna í bætur vegna útboðsklúðurs

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 12:00

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu við Álfsnes. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sorpu til þess að greiða Íslenskum aðalverktökum tæplega 90 milljónir króna vegna brota á lögum um opinber innkaup. Málið snýst um að lög  hafi verið brotin þegar stjórn Sorpu samþykkti að ganga til samninga við Ístak um byggingu á GAJA gas-og jarðgerðarstöð Sorpu. Stjórnin hafi gert Ístaki kleift að leiðrétta eða breyta tilboði sínu eftir opnun tilboða og aðlaga það útboðsgögnum. Skorað var á Sorpu að bregðast við með því að viðurkenna bótaskyldu og bjóða ásættanlega lausn á sínum tíma en þess í stað var ákveðið að fara með málið fyrir dóm.

Bótakrafa Íslenskra aðalverktaka hljóðaði upp á um 180 milljónir króna, sem var áætlaður hagnaður af verkinu, en dómstóllinn féllst ekki á þann útreikning samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og lækkaði upphæðina um helming.

Líf Magneudóttir er stjórnarformaður Sorpu

Harmsagan varðandi gas- og jarðgerðastöðina GAJA heldur því áfram og virðist engan endi ætla að taka. Upphaflegur kostnaður við stöðina átti að vera um 3,7 milljarðar króna en hefur síðan gjörsamlega farið úr böndunum og er nú í um 6,2 milljörðum króna. Í haust var greint frá því að myglugró hefur fundist í límtréseiningum í þaki og burðarvirki stöðvarinnar og er talið að viðgerðarkostnaður gæti numið hundruðum milljónum króna. Þá leikur vafi á því að GAJA uppfylli ekki skilyrði starfsleyfi síns. Þessi röð klúðra gæti þýtt að stöðin rándýra verði lokuð í allt að ár.

Hér má kynna sér dóminn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“