fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Sonur Helenu lagður í hrottalegt einelti: Hóta honum lífláti og dreifa rætnum sögum – „Þessir krakkar eru að reyna að rústa hans lífi“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 13:00

Helena Dögg - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ókei núna læt ég í mér heyra og núna segi ég STOPP!!!! Leyfið syni mínum að vera hann sjálfur.“

Svona hefst færsla sem Helena Dögg, móðir drengs sem lagður er í einelti, skrifar og birtir á Facebook-síðu sinni. Helena gaf DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna en hún segir fólki einmitt að deila efni hans sem víðast. „Einelti er ofbeldi sem aldrei er réttlætanlegt. Einelti getur verið með baktali og sögusögnum,særandi orðbragði og niðurlægingu, frelsissviptingu, eignatjóni og líkamsmeiðingum,“ segir hún.

„Sonur minn já minn yndislegi blíði, fyndni og góði sonur sem vill öllum vel, hefur orðið fyrir einelti síðustu 5 árin og fer þetta einelti allt fram á netinu og ef þeir sjá hann úti er hann tekinn og laminn og niðurlægður. Þetta er ekkert nema FRELSISSVIPTING fyrir hann. Ég er algjörlega komin með nóg.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem DV fjallar um eineltið sem sonur Helenu verður fyrir. Fyrir tveimur árum síðan greindi DV frá myndbandi sem Helena birti af ofbeldi sem sonur hennar varð fyrir. „Þeir voru hérna fyrir utan heimilið og hótuðu honum. Ég var ekki heima í dag og þá voru strákarnir komnir fyrir utan hérna. Hann var skíthræddur,“ sagði Helena í samtali við DV á sínum tíma.

Lesa meira: Helena fékk sent myndband sem sýnir son hennar verða fyrir ofbeldi:„Þeir voru hérna fyrir utan heimilið og hótuðu honum“

„Þessir krakkar eru að reyna að rústa hans lífi“

Helena segir að hópur af krökkum hafi stofnað gervi aðganga á samfélagsmiðlum með því markmiði að fá hann til að hitta sig svo þau geti lamið hann. Þá segir hún sömu krakka einnig vera að búa til sögur um son sinn.

„Það er virkilega ljótar sögur um hann sem eru ósannar og hann er komin með orð á sig. Virkilega ljótt ORÐ sem hefur ekki við rök að styðja. Já ég skal segja ykkur, hann er kallaður NAUÐGARI. Þessi yndislegi glaði strákurinn minn sem hefur alltaf verið glaður, brosandi, hlæjandi með húmorinn sinn í botni er farinn að draga sig inn í skel og farinn að verða rosalega kvíðinn og virkilega þunglyndur og dapur og á virkilega erfitt með svefn og passar að allt sé lokað og læst allan sólarhringinn heima hjá okkur.“

Helena segir að sonur sinn eigi oft erfitt með samskipti og sendi skilaboð á netinu sem hann gerir sér ekki grein fyrir að séu ekki við hæfi. „Hann er með sínar greiningar og hann er lagður í neteinelti vegna þess, hann kann oft ekki mörkin,“ segir hún.

„Það er endalaust verið að gera grín af honum og sagt við hann, „ertu með einhverfu“ og blah blah blah. Hann hefur misst marga vini út frá þessu einelti, þessir krakkar eru að reyna að rústa hans lífi.“

Myndir af heimili þeirra birt á netinu

Sonur Helenu er á framhaldsskólaaldri en hann flosnaði upp úr skóla að sögn Helenu vegna stanslauss áreitis frá samnemendunum sínum. „Hann fór að vinna og þar eru sögusagnir komnir þar líka frá krökkum sem eru að reyna að skemma hans mannorð á vinnustaðnum.“

Helena frétti frá vinkonu sonar síns að búið sé að stofna aðgang á samfélagsmiðlinum TikTok og að á þeim aðgang séu birtar myndir af hvar fjölskylda Helenu býr. Þá er nafn Helenu einnig birt ásamt nafni pabba sonar hennar.

Grjóti hent í rúðurnar

Í síðustu viku greindist dóttir Helenu með Covid-19 og þurfti Helena því að fara á sóttvarnarhótelið og dvelja þar með litlu stelpunni sinni. „Vegna ástandsins heima fyrir með áreitið frá krökkunum í garð sonar míns, þá þurfti ég að fara heim. Það var komið og hent grjóti í rúðurnar heima hjá okkur og fékk ég símtal frá nágranna mínum sem upplýstu mig um það,“ segir Helena.

„Svo er eldri systir hans að fá skilaboð um það, að ef hún borgar ekki ákveðna upphæð þá dreifir sá aðili á netið og í eigin persónu að bróðir hennar sé perri. Svo gerðist það fyrir nokkrum dögum síðan að besti vinur sonar míns var tekin og laminn, einfaldlega bara fyrir það að vera vinur hans. Sonur minn kennir sjálfum sér um það ofbeldi sem vinur hans varð fyrir.“

Hótað lífláti

Helena segist hafa þurft að láta son sinn eyða Snapchat-aðgangi sínum í gær vegna áreitisins en hún segir það vera endalaust. „Þeir einfaldlega stoppa ekki. Ég fékk að sjá virkilega ljót skilaboð sem voru látin falla í þessari grúbbu,“ segir hún og nefnir dæmi um ljótu skilaboðin. „Hóta að drepa hann og vilja hann bara dauðan, hann er ógeðslegur, hann er þroskaheftur, hann sé veikur að geði, hann er nauðgari, hann sé perri og þeir ætla ekki að hætta fyrr en hann er dauður,“ segir hún.

„Þessi hópur er búinn að upplýsa hann um það að þegar hann mun fara út úr húsi þá mun hann verða lamin mjög illilega og hafa þeir hótað honum líka lífláti. Meðal annars eru þeir búnir að dreifa fleiri videóum af fleiri fórnalömbum þar sem miklar líkamsmeiðingar eru í gangi.“

Helena á myndband af því þegar sonur hennar var tekinn fyrir og laminn. „Sem betur fer var hann með hjálm þar sem hann var á vespuni sinni þegar þetta atvik átti sér stað, þeir rifu hann af vespuni og spörkuðu svo heiftarlega í hausinn á honum að þetta var frekar mjög brutal sjón að sjá og þessir krakkar eru enn þá að deila þessu videói og gera grín og hlæja af honum og þeim finnst þetta virkilega fyndið. Þessir krakkar níðast á þeim einstaklingum sem fitta ekki inn í normið,“ segir hún.

Sendir gerendunum skilaboð

Undir lokin bendir Helena fólki á að einelti sé samfélagsmein, það komi öllum við og að því eigi að taka alvarlega. „Einelti er sár staðreynd en þrátt fyrir það sannleikur,“ segir hún. „Einelti er sálarmorð og ekkert annað en sálarmorð.“

Helena botnar fæsluna með því að senda skilaboð til þeirra sem eru að beita son hennar ofbeldi. „Þetta er komið gott, leyfið syni mínum að fá frið og leyfið honum að vera hann sjálfur,“ segir hún.

„Leyfum ekki einelti að þrífast í okkar samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag