fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 12:42

Sérsveitarmenn á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/Gunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborginni hefur nú staðfest að dularfulli hluturinn sem fannst í ruslagámi húss við Mánatún í Reykjavík í gær hafi verið sprengja.

Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að málinu.

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu lögreglunnar sem send var fjölmiðlum rétt í þessu. Fram kom í fjölmiðlum í gær að grunur væri uppi um að málið tengdist sendiherrabústað bandaríska sendiráðsins sem er þarna í næsta nágrenni við ruslagáminn. Lögreglan tekur nú af öll tvímæli um það, og segir málið ekki tengjast heimili sendiherrans.

Reyndar hefur enginn sendiherra verið á Íslandi frà því síðasti sendiherra Bandaríkjanna, sem skipaður var af Dónaldi Trump, hvarf af landi brott daginn eftir að Joe Biden sór embættiseið sinn þann 20. janúar síðastliðinn.

Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér að neðan í heilu lagi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hluturinn sem fannst í gær í ruslagámi við Mánatún reyndist vera heimatilbúin sprengja. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendiráði erlends ríkis. Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru í tengslum við málið hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja manninum hefur verið sleppt.

Rannsókn málsins miðar vel. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega