fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Ármann kærður fyrir að misnota aðgang opinberar stofnunar að Creditinfo í lögfræðistörfum sínum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. desember 2021 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur kært lögfræðinginn Ármann Fr. Ármannsson fyrir að hafa misnotað aðgang stofunarinnar að Creditinfo sem að hann hafi komist yfir með ólögmætum í hætti. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kemur fram að hin meinta misnotkun á að hafa staðið yfir í að minnsta kosti sjö ár og á tímabilinu hafi Ármann flett upp tugum kennitalna í kerfum CreditInfo og aflað sér þannig upplýsinga um fjárhagslega stöðu einstaklinga og lögaðila.

Samkvæmt frétt Stundarinnar komst málið upp í október á síðasta ári í kjölfar kvartana til Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá fólki sem að furðaði sig á því af hverju fjárhaglegum upplýsingum um það hefði verið flett upp af stofnuninni og hver heimildin fyrir því væri.

Í kjölfar skoðunar hafi komið í ljós ákveðið mynstur sem var á þá leið að uppflettingarnar tengdust þrotabúum sem áðurnefndur lögmaður, Ármann Fr. Ármannsson, var skiptastjóri í. Tengsl Ármanns við Innheimtastofnun sveitarfélaga voru þau að hann starfaði þar í sumarafleysingum og hlutastarfi fyrir um áratug. Lokað var á aðgang hans eftir starfsflokin en í frétt Stundarinnar kemur fram að mögulega hafi hann áttað sig á því hvernig lykilorð samstarfsfélaga hafi verið upp byggð og þannig komist inn í kerfið.

Í kjölfar skoðunar Innheimtustofnunar hafi málið verið kært til lögreglu og tilkynnt til Persónuverndar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur lögreglan lokið rannsókn málsins og er nú statt á ákærusviði lögreglu.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“