fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan vill að ásakanir Þorbjargar Ingu verði rannsakaðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 07:59

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband lögreglumanna hefur sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem ummæli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur, lögmanns, um mismunun lögreglu í rannsóknum eru fordæmd en hún sagði lögregluna mismuna fólki eftir þjóðfélagsstöðu. Farið er fram á að ríkissaksóknari rannsaki málið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið skýrði frá ummælum Þorbjargar Ingu nýlega þegar fjallað var um ráðstefnu um réttlæti sem var haldin á Hólum. Á ráðstefnunni sagði Þorbjörg Inga, sem hefur áratugum saman sinnt réttargæslu fyrir þolendur kynferðisofbeldis, að enginn vafi léki á að kerfið mismunaði fólki eftir þjóðfélagsstöðu þess. „Ég upplifi að það skipti mjög miklu máli hver þú ert og hver brýtur á þér í nauðgunarmálum,“ sagði hún meðal annars.

Fréttablaðið hefur eftir Fjölni Sæmundssyni, formanni Landssambands lögreglumanna, að ummæli Þorbjargar Ingu séu viðkvæmari en ella því hún eigi sæti í ráðherraskipaðri nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það veki spurningar um hæfi þegar manneskja sem á að hafa eftirlit með lögreglu felli slíka dóma yfir lögreglumönnum á opinberum vettvangi.

Fjölnir sendi því bréf til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd lögreglumanna. Í því segir að í ljósi þessara ummæla Þorbjargar Ingu sé ekki annað hægt en að hvetja til þess að embætti ríkissaksóknara verið falið að rannsaka starfshætti lögreglunnar við skýrslutökur af brotaþolum og gerendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu