fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Páll segir Heklu tilbúna í gos og mjög varasama

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 07:00

Hekla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emerítus, segir að allt frá því að Hekla gaus síðast, en það var árið 2000, hafi þenslan í henni farið vaxandi. 2006 hafi hún verið orðin jafn mikil og fyrir það gos. Frá þeim tíma hafi hún verið tilbúin til að gjósa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Páli að það þurfi ekki að koma á óvart að engin merki séu um að Hekla sé að fara að gjósa. „Hekla er ekki vön að gefa merki um aðsteðjandi gos fyrr en mjög skömmu áður en það brýst út. Það gerir hana svo varasama,“ sagði hann.

Hann sagði að þrýstingurinn, sem veldur þenslunni, virðist eiga upptök á 15 til 20 km dýpi. Þar virðist kvika hafa safnast fyrir og komið í síðustu gosum. Þessi þensla veldur því að aflögun verður á jarðskorpunni, eins og kúla. Sú kúla sem nú þenst út við Heklu er um 30 km í þvermál og ekki kröpp.

Hekla gaus á öldum áður gjarnan tvisvar á öld. Stórt gos var 1947 og síðan kom hún á óvart og gaus 1970. Aldrei áður hafði liðið svo stuttur tími á milli gosa í henni að því er vitað var. Síðan gaus 1980, 1991 og 2000.

Páll sagði áður hafi verið talið að langt goshlé þýddi stærra gos en ef stutt væri á milli en sú regla sé ekki ófrávíkjanleg. „Menn hölluðust svolítið að þessu þar til í Grímsvatnagosinu árið 2011. Þá var von á litlu eldgosi út frá þessari reglu, því það voru bara sjö ár frá síðasta Grímsvatnagosi. En þá kom mjög stórt eldgos og menn hafa ekki flíkað þessari kenningu mikið síðan,“ sagði hann.

Hann sagði Heklu mjög varasama vegna þess hversu skammur fyrirvari er á gosum þar. Fyrir gosið 2000 sáust merki um yfirvofandi gos 79 mínútum áður og 1980 var fyrirvarinn 23 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“