fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Magnús kærir kosningarnar til Mannréttindadómstólsins – Segir ferlið meingallað

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 12:10

Magnús Davíð Norðdahl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningamálið í Norðvesturkjördæmi mun fara á borð Mannréttindadómstólsins. Þetta staðfestir Magnús Davíð Norðdahl í samtali við DV. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum rétt í þessu segir Magnús að hann hafi tekið ákvörðunina að vandlega íhuguðu máli.

Magnús segir uppsprettu valds í lýðræðissamfélögum liggja í þingkosningum og að heilindi kerfisins alls séu þannig undir í þessu mikilvæga máli.

Magnús skrifar:

Ég lagði fram kæru þann til Alþingis þann 1. október síðastliðinn og krafðist ógildingar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fólu í sér ógildingarannmarka sem voru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið var til þeirrar fyrri eða síðari, lögbrota og starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu.

Magnús segir í yfirlýsingunni að fyrir hafi legið tvær talningar í „meingölluðu ferli þar sem hver ágallinn á fætur öðrum hefur komið í ljós.“ Mistekist hafi að túlka vilja kjósenda, þ.e. að telja atkvæðin með óvéfengjanlegum hætti.

„Hefðu vörslur kjörgagna verið með fullnægjandi mætti sannreyna hvor talningin hafi verið rétt en sá ómöguleiki er bein afleiðing af broti kjörstjórnar að hafa ekki farið að lögum varðandi varðveislu kjörgagna,“ skrifar Magnús og segir að þingmenn, frambjóðendur og kjósendur í landinu geti ekki vitað hvort núverandi samsetning þings sé rétt. „Slíkt þing getur aldrei talist lögmætt,“ segir hann svo.

Úr yfirlýsingu Magnúsar má jafnframt ráða að það eina sem komið getur skútunni á réttan kjöl sé að ógilda kosningarnar. „Þeir 42 þingmenn, sem lögðu blessun sína yfir kosningarnar í Norðvesturkjördæmi, þurfa að íhuga stöðu sína og framtíð í stjórnmálum fari svo að mál þetta vinnist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.“

Enginn ætti að taka lýðræðinu sem gefnum hlut, sérstaklega þegar kjörnum fulltrúum er falið að úrskurða um gildi kosninga þar sem þeir sjálfir náðu kjöri. Ég trúi því að réttlætið muni sigra í þessu máli þó síðar verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar