fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 18:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf nú 15. desember næstkomandi að svara fyrir meint skattsvik og fjárþvætti í ákæru héraðssaksóknara. Fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður þess láðst að skila virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma fyrir tvö tímabil árið 2018 og þrjú tímabil árið 2019. Skuld mannsins við ríkið vegna ógreidds virðisauka nam 15,7 milljónum.

Þá skilaði maðurinn ekki staðgreiðsluskilagrein vegna rekstursins í átta mánuði árið 2019. Samtals mun maðurinn hafa komið sér hjá því að greiða um 14 milljónir til ríkisins vegna þessa, samkvæmt ákærunni.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt ávinning af hinum meintu brotum, samtals að fjárhæð 29,7 milljónir, í þágu rekstrar félagsins, og er fyrir það ákærður fyrir fjárþvætti.

Málið verður sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi

Hafði ekki erindi sem erfiði – Vildi ekki segja af hverju hún vildi koma sér upp hesthúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum