fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 18:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf nú 15. desember næstkomandi að svara fyrir meint skattsvik og fjárþvætti í ákæru héraðssaksóknara. Fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður þess láðst að skila virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma fyrir tvö tímabil árið 2018 og þrjú tímabil árið 2019. Skuld mannsins við ríkið vegna ógreidds virðisauka nam 15,7 milljónum.

Þá skilaði maðurinn ekki staðgreiðsluskilagrein vegna rekstursins í átta mánuði árið 2019. Samtals mun maðurinn hafa komið sér hjá því að greiða um 14 milljónir til ríkisins vegna þessa, samkvæmt ákærunni.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt ávinning af hinum meintu brotum, samtals að fjárhæð 29,7 milljónir, í þágu rekstrar félagsins, og er fyrir það ákærður fyrir fjárþvætti.

Málið verður sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Fékk skrúfu í pylsuna

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós