fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf að svara fyrir meint skattsvik

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 18:30

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi fiskverkunar á Suðurnesjum þarf nú 15. desember næstkomandi að svara fyrir meint skattsvik og fjárþvætti í ákæru héraðssaksóknara. Fyrirtækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er maðurinn sagður hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður þess láðst að skila virðisaukaskattsskýrslum á lögmæltum tíma fyrir tvö tímabil árið 2018 og þrjú tímabil árið 2019. Skuld mannsins við ríkið vegna ógreidds virðisauka nam 15,7 milljónum.

Þá skilaði maðurinn ekki staðgreiðsluskilagrein vegna rekstursins í átta mánuði árið 2019. Samtals mun maðurinn hafa komið sér hjá því að greiða um 14 milljónir til ríkisins vegna þessa, samkvæmt ákærunni.

Að lokum er maðurinn ákærður fyrir að hafa nýtt ávinning af hinum meintu brotum, samtals að fjárhæð 29,7 milljónir, í þágu rekstrar félagsins, og er fyrir það ákærður fyrir fjárþvætti.

Málið verður sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 15. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað