fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Uppsagnir á bráðamóttöku Landspítalans koma forstjóranum ekki á óvart

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppsagnir starfsfólks á bráðamóttöku Landspítalans koma Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, settum forstjóra Landspítalans, ekki á óvart. Hún segir fólk vera langþreytt eftir langvarandi álag, um ákveðna kulnun sé að ræða.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Það hefur verið fjallað um mönnun í hjúkrun í langan tíma þannig að þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Það er skortur víða. Það skortir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og lífeindafræðinga. Það eru mörg rauð flögg en vandinn birtist hvað mest á bráðamóttökunni,“ er haft eftir Guðlaugu.

Hún sagði að reynt hafi verið að draga úr álagi á bráðamóttökunni en það dugi ekki til. „Ég held að alveg sama hvernig maður veltir við þessum steini, þá sé það í raun og veru þessi síðasta Covid-bylgja sem veltir þunga hlassinu, það er bara þannig,“ sagði hún.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði ástæður uppsagnanna vera þrjár: Of lág laun, mikið álag og slæmt starfsumhverfi. Guðlaug sagðist geta tekið undir þetta og að þessir þættir birtist allir á bráðamóttökunni. „Starfsumhverfið þar er ekki ákjósanlegt. Það beinlínis ógnar öryggi, eins og staðan getur oft verið. Það er í rauninni hættulegt. Svo er auðvitað álagið sem fólk upplifir og verður til þess að það hrökklast úr starfi. Þetta er ákveðinn vítahringur sem við verðum að geta klippt á,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil