fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Evrópska smitsjúkdómastofnunin segir þróun faraldursins hér á landi vera „mikið áhyggjuefni“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska smitsjúkdómastofnunin, European Centre for Disease Prevention and Control, segir að þróun heimsfaraldurs kórónuveirunnar hér á landi sé „mikið áhyggjuefni“ þessa dagana. Þetta kemur fram í vikulegri stöðuskýrslu stofnunarinnar um þróun faraldursins í Evrópu að undanförnu. Stofnunin gerir ráð fyrir aukningu smita og dauðsfalla næstu tvær vikur í Evrópu.

10 lönd eru í flokki sem stofnunin telur ástæðu til að hafa „mjög miklar áhyggjur“ af. Þetta eru Belgía, Búlgaría, Eistland, Grikkland, Holland, Króatía, Tékkland, Ungverjaland, Pólland og Slóvenía.

Í næst efsta áhættuflokki, lönd sem eru „mikið áhyggjuefni“ eru: Ísland, Danmörk, Finnland, Noregur, Þýskaland, Austurríki, Írland, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Rúmenía og Slóvakía.

Af þremur löndum hefur stofnunin hóflegar áhyggjur af en það eru Kýpur, Frakkland og Portúgal. Litlar áhyggjur þarf að hafa af stöðu mála á Ítalíu, Möltu, Spáni og Svíþjóð að mati stofnunarinnar.

Í stöðuskýrslunni kemur fram að það einkenni þróun faraldursins að smitum fari fjölgandi og að dánartíðnin sé lág en fari hækkandi.

Í heildina hækkaði hlutfall nýrra smita í álfunni úr 316,4 í 383,9 á milli vikna eða rúmlega 21% aukning. Þetta var fimmta vikan í röð sem hlutfallið hækkaði. Hlutfallið er hæst í Slóveníu eða 1.749,9 smit á hverja 100.000 íbúa.

Dánartíðnin hefur einnig farið hækkandi um alla álfuna síðustu fimm vikur og var komin í 35,5 á hverja milljón íbúa í lok síðustu viku en var 32,3 vikuna á undan. Dánartíðnin er hæst í Rúmeníu, Búlgaríu og Lettlandi en þar er hún tæplega 10 sinnum hærri en meðaltalið á Evrópska efnahagssvæðinu. Rúmenía og Búlgaría eru á botninum í Evrópu hvað varðar fjölda bólusettra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“