fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Brotist inn í tvö íbúðarhús og bifreið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 05:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í Hlíðahverfi. Þar hafði gluggi verið losaður úr og farið inn. Ekki liggur fyrir hverju var stolið. Um hálfri klukkustund síðar var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar var stormjárn skemmt og síðan farið inn um glugga. Búið var að róta til en öryggiskerfi fór í gang og fældi innbrotsþjófana á brott. Fyrir utan skildu þeir eftir muni sem tengjast öðrum innbrotum.

Á svæði Háskóla Íslands var tilkynnt um innbrot í bifreið um klukkan 21. Rótað var í henni og munum stolið. Einnig var búið að skemma kveikjulásinn og því hafði líklega átt að stela bifreiðinni.

Í miðborginni var dyravörður kýldur í andlitið á ellefta tímanum. Vitað er hver gerandinn er.

Á fyrsta tímanum í nótt datt ungur maður af rafmagnshlaupahjóli í miðborginni. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs